Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Tegundarlýsing á Papillon

  Tegundaýsing
Papillon (sem þýðir fiðrildi á frönsku) fékk nafnið vegna eyrnanna sem minna helst á fiðrildavængi, og þegar hann hleypur er líkt og hann blaki vængunum. Papillon er lítill og fíngerður hundur, hann er alltaf einstaklega fjörugur og vinalegur og bindur sig traustum böndum við eiganda sinn og verður stundum eigingjarn og þykist eiga hann. Hann getur laðað sig að lífi í borg sem byggð. Papillon er barngóður hundur sem auðvelt er að þjálfa, hann hefur náð góðum árangri m.a. í hundafimi. Hann er líflegur, ástúðlegur, ákafur, ávalt árvakur og stundum nokkuð fjarlægur ókunnugum.  Papillon og Phaléne eru sama tegundin ,,Contiental Toy Spaniel,” bara sitthvort afbrigðið. Ræktunarmið þeirra er nákvæmlega það sama, nema þegar kemur að lýsingu á eyrnastöðu.

Uppruni
Sögur segja að Dwarf Spaniel sem var uppi á 16 öld, sé forfaðir Papillon. Phaléne er eldri en Papillon sem kom fram á 19 öld. Ræktunarmiðið var viðurkennt árið 1937.Umhirða
Regluleg burstun, sérstaklega eyru, skott og buxur. Böðun reglulega.

Hreyfing
Papillon þar meðalmikla hreyfingu, og hefur gaman af allri útivist.

Leyfilegir litir
Allir litir leyfilegir á hvítum grunni. Hvítur litur á líkama og fótum verður að vera ráðandi. Nokkuð breið, hvít blesa þykir flott, en ríkjandi hvítur litur á höfði er galli. Varir, augnaumgjörð, og nef verður að vera svart.

Hæð á herðakamb
Um 28 sm.

Þyngd
Til eru tvö þyngdarmörk; 1.5 - 2.5 kg. Og 2.5 - 4.5 kg. Þyngd ætti að vera í samræmi við stærð.

Staðreyndir

  • Upprunaland: Frakkland - Belgía

  • Upprunatími: 1600

  • Fyrstu not: Félagi

  • Í dag: Félagi

  • Lífsskeið: 13-15 ár

  • Önnur nöfn: Continental Toy Spaniel, Fiðrildahundur

 tekið af www.hvuttar.net