Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Smelluþjálfun

Hugmyndin er að þjálfa hundinn til að framkvæma ákveðna hegðun fremur en að refsa fyrir óæskilegur hegðun. Til dæmis þú þjálfar ekki hund til að hætta að gelta með því að refsa honum fyrir óæskilegu hegðunina, í staðin verðlaunarðu þögnina sem ávalt fylgir. Tímasetning verðlaunanna eru tvísýn. Ef hundurinn hættir að gelta í 3 sekúndur og þú þarft að kafa ofan í vasa eftir verðlaunum og labbar svo í áttina að hundinum til að gefa verðlaunin, þá gæti andartakið þegar verið liðið hjá. Já, það er erfitt en hvernig er hægt að gera þetta svo það takist?

Svarið er að nota ,,aðra aðgerð,” eins og hrós eða hlutlausa bendingu sem er fyrsta aðgerðin og önnur er því væntanleg. Við dýraþjálfun, hafa flautur og smellur verið notaðar sem fyrsta aðgerðin, þó svo að þú getir líka notað röddina. Smell sem gert er með lítilli plastsmellu, er besta og samkvæmasta leiðin til að merkja farsæla hegðun.

Í byrjun er smellan merkingarlaus fyrir hundinn en það tekur hann ekki langan tíma að skilja að smellmerkið merkir eitthvað gott. Á þessu stigi getur smellan verið notuð sem verðlaun á hegðun sem óskað er eftir samstundis, og jafnvel úr fjarlægð. Viðfelldinn í smelluþjálfun er skemmtileg fyrir dýrið og eigandann. Hún er uppbyggjandi, jákvæð og skapar skjótan árangur, og lærdómurinn er varanlegur. Smelluþjálfun þýðir ekki að þú þurfir að eyða klukkutímum á dag við að kenna dýrinu og sjálfum þér hvað á að gera- Nokkrar mínútur á dag er allt sem þarf.

Fyrir hverja er smelluþjálfun?
Það góða við smelluþjálfun að allir hundar, sama af hvaða kyni og aldri geta lært af henni.
Smelluþjálfun er frábær til að kenna hvolpum og ungum hundum, eldri hundar geta líka lært af smelluþjálfun. Það skiptir ekki máli hvort þú ert með lítinn Chihuahua eða stórann Rottweiler, báðir bregðast jafn vel við smelluþjálfun. Ekki hafa áhyggjur þótt að hundurinn þinn hafi þegar lært fullt af þjálfun með öðrum leiðum.

Hvernig virkar þetta?
Hundar læra að tengja smelluhljóðið við það að fá verðlaun. Þegar að þessi tenging hefur verið gerð, sem oftast tekur stuttan tíma, getur smellan verið notuð til að auðkenna viðeigandi þjálfun.

Þegar hundurinn gerir eitthvað sem þér líkar, getur þú smellt á því augnabliki, og hann veit að það býðst honum nammi með þessari hegðun. Þar næst reynir hundurinn að samstilla þetta og reynir að láta þig smella til að hann fái verðlaun.

Hver uppgötvaði smelluþjálfun?
Þetta kerfi þjálfunar var upprunalega þróað af dýraatferlissinnanum Karen Pryor, þegar hún var að vinna með höfrungum. Hún hefur aðlagað þjálfunaraðferðina, sem núna er hægt að nota á hunda.

Þarf ég að vera þjálfuð/þjálfaður?
Allir geta lært og kennt hundinum smelluþjálfun. Lestu þér vel til um efnið áður en þú byrjar og einnig getur þú farið á námskeið sem kennir smelluþjálfun.Til eru nokkrar smelluþjálfunarbækur á markaðnum t.d. ,,Clicker Training for Dogs,” eftir Karen Pryor sjálfa.

Hvað með keppnisgreinar?
Ef þú hefur áhuga á að þjálfa hundinn til að keppa í sérstökum greinum eins og hlýðnikeppnum, hundafimi, eða í hundadansi er smelluþjálfun mjög árangursríkt tæki. Flóknar æfingar geta verið brotnar niður í einföld þrep, þannig að hundinum finnst það auðvelt.

Veldu hljóðan stað þar sem þú getur verið ein(n) með hundinum.

1. Ýttu og slepptu fjaðurandanum á smellunni, gerðu tvítóna smellu. Smelltu-verðlaunaðu, smelltu-verðlaunaðu. Hafðu verðlaunin eitthvað sem hundinum þykir æðislega gott, hafðu bitana litla. Eftir fyrsta hlutann ættir þú að:

a) Hafa alla athygli hundsins
b) Tekið eftir að hundurinn hefur lært að tengja nýja hljóðið við verðlaun.

2. Byrjaðu að smella og verðlauna aðeins þegar að hundurinn gert einhverja hegðun sem þú villt að hann geri.Fyrst, veldu hegðun sem hundurinn fúslega framkvæmir eins og að setjast. Það eru tvær kringumstæður þar sem að það ætti að smella og verðlauna:

a) um leið og hundurinn lýkur fulllokinni hegðun.
b) þegar hundurinn tekur skref í rétta átt að hegðuninni sem þú villt stuðla að, (t.d. ef hann færir sig í áttina að dagblaðinu sem þú villt að hann tekur upp), því næst verðlaunarðu smám saman nærri hreyfingum í áttina að endanlegu hegðunartakmarki hjá honum. Ferlið er kallað mótun.

3. Bættu við munnlegum bendingum til að merkja vilja þinn til að verðlauna lokna hegðun. Smelltu aðeins þegar að hundurinn framkvæmir hegðun sem þú girnist þegar munnlega merkið er gefið. T.d. smelltu eftir að þú hefur sagt ,,komdu.”

Athugasemd: Breyttu tímanum á milli smella og verðlaunanna frá því að gefa tafarlaust í 1-2 sekúndur seinna. Hundurinn lærir frá þessum bragði að smellmerkið og verðlaunin koma jafnvel þó hann gæti ekki vitað nákvæmlega hvar og hvenær. Hann lærir einnig að ef að hann framkvæmir hegðunar sem þú samþykktir, getur hann fengið þig til eð smella, og það þýðir matur.

Heimildir: Nicholas Dodman, Clicker Training for dogs eftir Karen Pryor.

tekið af hvuttar.net