Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Komin til Noregs

23. maí 2010 | geisla

Eg kom til Noregs i dag kl.12:30. Vid mamma komum ut a voll 1,5klst. fyrir brottfor hja mer. Tad var svaka rod. Eg var med ruml.20kg. tosku og svo Lilo en eg turfti ekkert ad borga svaka heppin :) Tegar eg var buin ad afhenda toskuna og Lilo ta for eg upp og ta var bara komid ad tvi ad hleypa inn i vel komin rod og byrjad ad hleypa inn hef aldrei verid svona sein en tetta var mjog fint. Lilo kom mjog vel ut ur fluginu en er buin ad vera soldid treytt og ekki alveg nad ad slaka ser til ad sofa en sefur nuna. Forum til tilvonandi eiganda hennar i dag. Hun var ad passa Emmu og Froda. Hun var svaka hrifin og eg af henni lyst mjog vel a hana. A mrg. fer Lilo til hennar og verdur yfir daginn medan eg og Helga forum a hundasyningu hlakka mikid til ad fara a syninguna.

Tegar eg kom til Oslo for eg bent ad reyna ad finna Lilo en fann hana hvergi og spurdi og var bent a stad beid tar i 15min en hun koma ekki for aftur ad bidja um hana en ta kom i ljos ad tad vantadi oryggisvord til ad opna. Hun var mjog glod ad sja mig.
Tad er buid ad vera mjog gott vedur her i dag sma rigning odru hvoru en finasta vedur.

Posted in Óflokkað | 2 ummæli »

Öll leyfi komin

22. maí 2010 | geisla

Ég er svo ótrúlega fegin að öll leyfi séu komin, reyndar alveg á síðustu stundu en það reddaðist :) Þurfti leyfi frá Noregi, þurfti að fara til dýralæknis og láta ormahreynsa og skoða hana og dýri þurfti að fylla út papíra sem þurfti svo að láta kvitta á hjá yfirdýralækni.

Litla músin losnaði við skerminn og saumana í gær er ótrúlega fegin því og hún líka.

Í gær fórum við í göngu hjá Hvaleyravatni sem gekk mjög vel Draumey og Lilo eru ótrúlega dueglar að labba eða hlaupa þó þær séu svon litlar eru alveg orðnar sáttar við að vera með ól og ekkert mál að labba með taum svo framlega sem engin heldur í hann ;)

Litlurnar eru núna að smjatta á hráum kjúklingavængjum og þá meina ég smjatta hahha finnst það æði :D

Ég er svona næstum því búin að pakka alla vega því mesta en klára það bara í fyrramálið þegar ég fer.

Ég hlakka svo til að fara út að ég er að springa þetta á eftir að vera svo gaman :) Hlakka líka til að prófa að vera hundaeigandi í Noregi því Lilo fer ekki strax til nýja eigandans heldur verður smá aðlögun.

Ég fór í segulómun á miðvikudaginn þá er maður settur inn í hólk í 15mín og koma alls konar hávær hljóð og hristingur frekar ógnvekjandi en ég lifði þetta af hehe
Það hefur ekkert komið út úr rannsóknunum á mér en ég fékk magalyf við ógleðinni og vona ég að þau virki alla vega eru þau alveg nógu dýr rúmlega 100kr. hver tafla :/

Ég sem hef aldrei verið mikið hjá lækni er núna komin með afslátta kort vegna margra ferða til læknis og fæ víst endurgreiðslu líka ótrúlegt en satt.

Mér hlkkar rosalega til að byrja á hvolpanámskeiðinu í miðjum júní með Draumey mína. Hlakka svo til að fara í nýjan skóla og upplifa eitthvað nýtt.

Jæja nóg í bili næsta blogg verður frá Noregi

Posted in Óflokkað | 3 ummæli »

Ísey komin með heimili og nýtt nafn

12. maí 2010 | geisla

Ísey mín er komin með heimili í Noregi og heitir nú Lilo. Það eru hjón sem fá hana sem geta ekki átt börn. Þau búa rétt hjá Helgu og er Helga búin að spajalla mikið við konuna. Hún er rosalega spennt að fá hana og lýst mér mjög vel. Það er aðeins 1,5vika í að ég fari út. Ég fór með þær í sprautu 2 í gær og saumarnir voru teknir úr Lilo þannig hún losnaði við skerminn :)

Nú mega þær fara að vera meira úti og þarf ekki að passa eins vel upp á þær þar sem þær eru komnar með 2 sprautur.

Ég er farin að venja þær við taum núna, það gengur vel ef þær fá bara að draga hann á eftir sér.

Ég og Draumey byrjum á hvolpanámskeiði 21júní og hlakkar mér mikið til :)

Ég fór í útskriftarferð með elstu börnum í dag sem var mjög gaman rosa skemmtinleg ferð og skemmti ekki fyrir hvað veðrið var gott.

Á morgun er ég að fara í heimsókn til Önnu Jónu veðrur spennadi fyrir hvolpana að fara þanngað :Þ

Heislan hjá mér er fín svona mest en inn á milli verð ég slöpp og fæ ógleðina ég er alla vega að fara að panta tíma hjá lækni vill fá frekari rannsóknir á þessu.

Ég næ ekki að setja inn myndir á facebook sem pirrar mog endalaust en vonandi finn ég lausn á því fljótlega.
Hafið það gott :*

Posted in Óflokkað | 4 ummæli »

Spítali

9. maí 2010 | geisla

Að þessu sinni var það ég sem var/er sjúklingurinn. En á fösudagskvöldið fór ég að finna fyrir mikilli ógeleði fór snemma upp í rúm og náði eitthvað að sofa um kl.1:30 (um nóttina) hringdi Bryndís Helga í mig því ég átti að opna fyrir henni. Ég fór upp stigan enn með ógleðina og var gjörsamlega búin á því. Fór inn á bað því ég hélt ég þyrfti bráðum að æla. Settist á wc til að hvíla mig gat alls ekki staðið lengur man svo að mér leið mjög illa og það næsta sem ég man var að ég lá á gólfinu í blóð polli. Þá hafði liðið yfir mig og ég skollið í vaskinn og þaðan á gólfið og rotast fékk stóran skurð á hausinn. Fór með leigubíl upp á slisó og var þar til hálf 6 um morgunin var saumuð og fékk 2 poka af vökva í æð og fór svo heim. Seinnipartinn í gær var ég ekkert orðinskárri. Mikin hausverk, hita og máttleysi hafði enga orku. Ég fór aftur á slysó og var ákveðið að leggja mig inn. Fékk 3 poka af vökva í æð, lúnamyndatöku, höfuðmyndatöku, kom taugasérfræðingur að skoða mig þannig það var ýmislegt rannsakað sem er ágætt. Kom í ljós að ég var með allt of lágan blóðþrýsting. Það sást eitthvað á heilamyndinni þannig ég verð kölluð í aðra skoðun seinna.

Núna líður mér ágætlega er hætt með hitann en fæ mikin hausverk ef ég stend í einhvern tíma.

Posted in Óflokkað | 5 ummæli »

Ísey búin í stóru aðgerðinni

5. maí 2010 | geisla

Ísey fór á mánudaginn til dýra þar sem augað var komið í ólag aftur. Dýri reyndi fyrst að festa það upp aftur með saumum en það gekk eitthvað illa svo þau hringdu og báðu um leyfi til að framkvæma stóru aðgerðina þar sem hefði helst þurft að svæfa hana en það dugði að deyfa hana alveg niður. Það var tekin flipi af augnlokinu og augnhárin klippt. Svo var búin til mini skermur fyrir hana og hún er bara hress og var það leið og hún kom heim. Aðgerðin tók enga stund. Vona svo innlega að þetta eigi eftir að vera síðasta aðgerðin í bili. Líklega þarf hún að fara í aðra þegar hún verður um 1árs (fullorðin) því að þegar hún er hvolpur er húðin svo teyjanleg.

Draumey er alltaf sami fjörkálfurinn. Farin að prófa sig aðeins áfram hvað hún megi og svona. Þær eru farnar að æfa sig að sofa í sitthvoru búrinu á nóttinni og gengur það rosalega vel eru farnar að sofa í 6-7klst. án þess að vakna til að pissa.

Ég er að bíða eftir svari frá Háskólanum hvort ég komist inn en efast um að ég fái svar um það strax þó þeir segi 3 vikur.

Ég skráði Sóldísi á hundasýninguna sem verður 5-6 juni hlakka til að mæta með hana verð alla vega að fara að koma henni í form, litlu bolunni minni.

Það styttist óðum í Noregs ferðina aðeins 2,5vikur :D

Mamma á að losna við drenið á morgun verður mikill léttir fyrir hana :) Vona að það komi allt vel út í skoðuninni hjá henni.

Posted in Óflokkað | 2 ummæli »

Skapgerðamat

25. apríl 2010 | geisla

Jæja litlu hvolpa krúttin 7.vikna í dag. Draumey orðin 462gr. og Ísey 362gr.

Augað er fínt í Ísey og fer hún í tjekk á morgun vonandi kemur það sem best út.

Þær fóru í skapgerðarmatið áðan Draumey byrjaði

1. Þá kom hún til Moniku með skottið upp (nr.3)

2. þá labbaði hún frá henni og hún elti hana þá með skottið upp (nr.3)

3. Þegar hún var látin á bakið á gólfinu þá streittis hún á móti svo róaðist hún og sýndi augnsamband (nr.3)

http://www.workingdogs.com/testing_volhard.htm

hér er prófið

4. fékk Draumey nr. 3 og 4

5. fékk hún 3 og 4

6. 4

7.4

8.4

9.3

10. 3

Ísey var soldið óöruggari en hún taldi að það væri að hluta til alla vega út af þessum ferðum til dýralæknis (aðgerðinni á auganu). Hún var miklu lengur að átta sig á umhverfinu og verða örugg.

Prófið hennar Íseyjar

1.5

2.  4 og 5

3. 2

4. 6

5. 4

6. 6

7. 3

8. 4

9. 3

10. 2 og 3

Það er best að fá 3 og 4 í prófinu.

Ég var mjög sátt með skvísurnar mínar í þessu prófi og dómararnir líka þannig ég er mjög sátt.

Posted in Óflokkað | 5 ummæli »

Bráðaofnæmi

22. apríl 2010 | geisla

Dagurinn byrjaði ekki vel vaknaði 4 í nótt út af hvolpavæl. Ég þarf nefninlega að hafa Ísey og Draumey aðskildar og voru þær ekkert alveg sáttar.

Ísey fór í aðgerð í gær það sem voru saumuð 2 spor í augnlokið á henni, aðgerðin heppnaðist illa og var hún orðin eins seinnipartinn. Hún fékk krem til að setja í augun. Það var komið gat á hornhimnuna en ég krossa putta að það lagist því annars fær hún blindan blett á augað. Þetta er mjög slæmt tilfelli af of síðu augnloki (þá vex augnlokið eitthvað öfugt) þannig hún þarf að fara í stóra aðgerð á mrg. sem hún átti að fara í 3mánaða. Þá verður tekin í burtu flipi úr augnlokinu. Ég er samt aðalega hrædd við svæfinguna því hún er svo lítil ekki 400gr. Annars hefur hún aldrei verið hressari búin að leika sér mikið og bara yndislegt eins og venjulega :)

Í morgun fékk Aris ofnæmissprautuna sína svo lít ég á hana 30-60min seinna og þá er hún stokk bólgin í andlitinu. Hún fór svo á neyðarvakt hjá dýralækninum og var þetta þá bráðaofnæmi þannig hún hefur komist í eitthvað hér inni. Hún fékk sterasprautu og á þetta að lagast í dag. Hún er komin með helling af útbrotum á magann.

Ég finn það meira og meira núna hvað það á eftir að verða sjúklega erfitt að láta Ísey frá mér þykir svo vænt um hana og hún er svo falleg og yndisleg.

Ég ormahreinsaði þær í gær þar sem þær hafa ekki verið að þyngjast neitt mjög mikið. Dýri sagði að þetta væri samt eðlileg þyngdaraukning hélt ekki að þær væru með orma en ég gerði þetta bara til öryggis.

Knús

Posted in Óflokkað | 6 ummæli »

6.vikna

18. apríl 2010 | geisla

Já tíminn flýgur og litlu krúslurnar mínar orðnar 6vikna í dag.Geisla Vonar Draumey orðin 450gr. og Geisla Vonar ísey 360gr.þær ætla greinilega að vera voðaleg písl. Ég er farin að vera ansi dugleg að venja þær við að gera þarfir sínar úti og gengur það mjög vel. Þær eru farnar að sofa einar í grindinni og vera einar þar ef þær eru einar heima sem er nú ekki oft. Komið rosalega mikið fjör í þær báðar og þær eru bara yndislegast hvor með sinn persónuleika. Ég er farin að venja þær við beisli og hálsól sem gengur ekkert allt of vel þess vegna ætla ég að vera dugleg að setja það á þær helst á hverjum degi.

Aris fór um helgina upp í sveit með pabba, afa og Hrefnu Björk systir hefur verið ansi rólegt og pínu tómlegt án hennar.

Hvolparnir verða sífellt duglegri að borða enda er mjólkin hjá Sóldísi eitthvað farin að minnka svo það er eins gott fyrir þær. Ég blanda yfirleitt hvolpajólk og starter saman og svo set ég oft hakk eða hráfærði út í. Þær eru mjög hrifnar af hráfæðinu.

Ísey er mjög líklega komin með alveg frábært heimili í Noregi. Læknir með stálpuð róleg börn, býr í risa einbýli með stórum garði, hefur kynnt sér tegundina afar vel mel annars mætt á chihuahua hittinga og talað við ræktendur. Hún hefur lesið sér til um þjálfun og ætlar að tileinka sér jákvæða þjálfunar aðferðir sem ég er svo ánægð með. Ætlar með hana á hvolpaskóla og hundafimi og annað sem er í boði fyrir hunda sem er nú ýmislegt í Noregi. Hún hefur áhuga á sýnngum. Ég alla vega sá ekki neitt neikvætt við hana og líst alveg svakalega vel á hana :)

Ég fór í leikhús í gær að sjá Dúfurnar mjög fyndið leikrit en veit samt ekki alveg hvort ég gæti mælt með því það var svona næstum ekki um neitt en allataf gaman samt að geta hlegið.

Buin að hrúga inn myndum á facebook endilega kikið á það :)

Posted in Óflokkað | 3 ummæli »

5.vikna

11. apríl 2010 | geisla

Tíminn flýgur og dúllurnar orðnar 5vikna ótrúlegt. Þær eru orðnar mjög sprækar og farnar að hreyfa sig mikið. Dagbjört vinkona kom í heimsókn í dag og náði svakalega mörgum góðum myndum af dúllunum ætla að stelpa nokkrum og sína ykkur :)

Aris er alveg að gera alla geggjaða á heimilinu með geltinu, veit ekki alveg hvað er í gangi hjá henni held ég þurfi einhverja meiriháttar aðstoð með hana. Aris fer í klippingu á þriðjudaginn hjá Sunnevu svona smá snyrtingu er orðin soldið slitin á eyrunum og svona.

Draumey er búin að lýsast alveg helling og er ég eiginlega orðin mjög viss um að hún verði í einhverjum svipuðum lit og Sóldís.

Draumey komst upp úr hvolpakassanum áðan þannig ég þarf að fara að hætta að nota hann og útbúa eitthvað betra svæði.

Draumey

Ísey

Draumey

Ísey svo þreytt

Posted in Óflokkað | 4 ummæli »

Sveitaferð

4. apríl 2010 | geisla

Við fórum í sveitina um páskana vorum í 3 nætur. Gekk svakalega vel að fara með hvolpana og fengu þeir að vera helling í stofunni að leika á teppinu þar. Það er komin mikill leikur i þær systur og þær eru sko farnar að labba um og kanna heiminn. Ég er meira og meira að hallast að Draumeyju en það kemur í ljós líklega á næstu 2-3vikum.

Draumey er orðin 372gr. - 4vikna

Ísey 301gr. - 4vikna

Við Aris tókum 2 spor í sveitinni í dag og gekk það alveg frábærlega fann alla millihluti samt var ég að prófa að  nota vettling og dót í stað kubbanna. Tók mikið af 90°beyjum og svo alskonar sveigi ótrúlega ánægð með hana :)

Búið að vera æðislegt að vera í páskafríi þurfti sko alveg á því að halda :)

Knús

myndir og myndband á facebook ætla að vera löt og setja engar myndir hér inn núna!

Posted in Óflokkað | 1 ummæli »

« Fyrri færslur Nýrri færslur »