Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Smáhundahittingur og ritgerðir

18. september 2010 | geisla

Jæja við erum vaknaðar snemma hér. Vöknuðum kl.9 og það á laugardegi. Í dag er ég að fara á útsölu hjá Dekurdýrum ætla að athuga hvort ég finni eitthvað sniðugt þar. Svo kl.13 er smáhundahittinur á túninu hjá Hvaleyravatni og eru 11manns sem ætlar að mæta og 35 sem sögðust kannski ætla að koma þannig já það verður sko stuð. Ætla að fara með allar mínar 3 vona að það gangi vel :) Veit það gengur vel með Arisi og hún á eftir að fíla þetta en það er spurning með tjúana en þá get ég bara sett þær aftur út í bíl svo stutt frá.

Ég ákvað að kaupa mat frá hundahreysti fyrir skvísunar nennti ekki að gera þetta sjálf og vá hvað þeim finnst hann góður þær dýrka þetta. Ég er samt búin að kaupa megrunarfóður fyrir Sóldísi (þurrmat) og er svona að láta hana á það, þetta gengur ekki lengur með hana greyið :/

Í næstu viku eru 2 ritgerðaskil hjá mér. Ég er langt komin með einstaklingsritgerðina en þar er ég að skirfa um lotugræðgi þetta er rannsóknar ritgerð. Svo er hin tveggja manna ritgerð sem við ætlum að byrja á mánudaginn hún verður um markmið leikskóla.

Ég fór í gær í heimsókn á heimaleikskólann minn, hann heitir Urðarhóll og er hliðiná kvennafangelsinu í Kópavogi. Leist mjög vel á, þetta er stór leikskóli, 6 deildir en hann er með 3 útibú (ekki allt á sama stað). Ég verð svo næsta fimmtudag í starfsþjálfun þar og svo síðustu helgina í sept. og svo fyrsta fimmtudaginn í okt.

Á mánudaginn erum við Aris að fara að byrja í rauðakross heimsóknum. Við tökum við af Töru Dúllu hennar Maríönnu en hún var aðra hvora viku í Rjóðrinu í klukkutíma í senn. Vona ég að hún standi sig þar. Hún fékk að fara í heimsókn til afa á landakot í síðustu viku og það gekk mjög vel, Draumey fékk meira að segja að prófa líka :D

Afi er núna fluttur á elliheimili og er í sér íbúð/herbergi og vona ég að það veðri í lagi að koma með hundana þanngað í heimsókn þarf bara að spyrja :)

Það er sko komið haust hér á Íslandi því á morgnanan er mjög kalt t.d. í gær var 4° en svo fór hitin upp í 12° og var sól. Ég er farin að spora með Söru einu sinni í viku. Við erum að æfa fyrir sporapróf sem verður í október. Arisi er búið að ganga rosalega vel þannig ég er að spá í að drýfa í því að skrá hana. Svo langar mig líka að fara með hana í Brons próf.

Knús á ykkur öll sem nennið að lesa

Posted in Óflokkað | 2 ummæli »

Afmælin öll

13. september 2010 | geisla

Já þá er september kominn sem er afmælismánuður fjölskyldunar.

Ella systir átti 26ára afmæli 8.sept.

Hrefna Björk systir 9.sept. 17ára

Amam Ella hefði orðið 88ára 10.sept.

Í dag 13.sept á svo mamma afmæli 51árs.

Í kvöld verður haldið upp á afmæli mömmu og Hrefnu Bjarkar.

Ég fékk í dag til baka eitt verkefni sem ég skilaði í síðustu viku og kom það bara mjög vel út þetta var rannsóknarspurning og efnisgrind með tilgátu. Svo er bara að hefjast handar við ritgerðina en ég ætla að skirfa um búlemíu.

Svo er ég líka að fara að byrja á ritgerð um markmið leikskóla en við erum tvær saman með hana.

Draumey var í 8.daga pössun hjá Beggu sótti hana á laugardaginn. Hún ætlar svo að taka Sóldísi seinna í mánuðinum. Vona að þetta hafi einhver áhrif og Sóldís hætti að passa svona mikið upp á Draumey.

Við Aris vorum á borði í Garðheimum í gær í 2klst. gekk mjög vel en Arisi fannst þetta ekkert of skemmtinlegt.

Aris og Draumey eru núna báðar búnar að fá að fara í heimsókn til afa Gríms á Landakot gekk mjög vel og stóðu sig vel og vöktu mikla lukku.

Fjóla og Helga vinkonur eru að koma til Íslands í heimsókn í október get ekki beðið en fæ því miður ekki mikið að hitta Helgu enda er þetta vinnuferð hjá henni en ég fæ vonandi alla vega að knúsa hana hæ! :)

Jæja ekki meira í bili knús á ykkur öll

Posted in Óflokkað | 2 ummæli »

Sýningin

28. ágúst 2010 | geisla

Við Draumey mættum í dag á sýninguna sem gekk alveg ótrúlega vel :) Hún var ein í flokki og varð besti hvolpur 4-6mán með heiðursverðlaun og fékk rosa flottan bikar :) Við fengum svo að keppa um besta hvolp dagsins á rauða dreglinum sem var nú ekki leiðinlegt en komumst ekki í sæti þar.

Dómurinn

For age lovley type + qhality

Well balanced. Exc tail

Good mover

4t this age mable to know how she will finish for size if remain small should  take come with breeding

Besti hvolpur tegundar með heiðursverðlaun

Posted in Óflokkað | 1 ummæli »

Skóli

27. ágúst 2010 | geisla

Vá held það hafi aldrei liðið svona langt á millu blogga hjá mér komin heill mánuður.

Það er nú eitthvað sem ég hef verið að gera. Ég hætti í leikskólanum 19júlí þegar ég komst inn í leikskólakenna námið.

Fór til Tálknafjarðar 12-15ágúst og var það mjög fín ferð ég og Hrefna Björk sváfm í tjaldi í grenjandi rigningu það var sko hellt úr fötu allan tímann þó það komu smá hlé inn á milli. Við fórum 2 í sund og út á sjó að veiða en það var lítil veiði veiddum bara 5 fiska. Mamma týndi heilan helling af berjum.

Í síðustu viku fórum við svo til Vestmanneyja en þanngað hafði ég aldrei komið. Fórum í dagsferð. Tókum Herjólf kl.9 og til baka kl.20. Var með alla hundana með mér og gekk það bara mjög vel mjög vel heppnuð ferð og alls ekki of stutt enda ekki svo stór eyja.

Síðasta mánudag byrjaði ég í skólanum lýst bara vel á þetta en þetta er engin leikur alveg hellingur að lesa fyrir hvern tíma t.d. í einu faginu áttum við að lesa fyrir þessa vikuna tæpl.300bls. og það er bara eitt fag! Ég er í 3 10 eininga áfngum. Talað mál og ritað, Leikskólafræði1  og inngangur að uppeldis og menntunarfræði. Það eru 43 skráðir í leikskólakennara námið og aðeins 2karlmenn í þeim hópi en er þó fegin að sjá einhverja.

Sóldís var að koma frá dýralækni rétt áðan en þar var hún í tanntöku og hreinsun þar var tekið úr henni 2 framtennur og einn jaxsl. Hún er slöpp núna og liggur bara og vill hvorki borða né drekka enda sagði dýri að þeim yrði óglatt af þessu lyfjum.

Á morgun erum við Draumey að fara á sýningu verður mjög spenndi að sjá hvernig dómaranum lýst á litlu stelpuna mína en hún er orðin 1,1kg. gengur hægt að stækka en hún stækkar þó.

Knús á ykkur og vonandi verð ég aðeins duglegri að blogga ;)

Posted in Óflokkað | 3 ummæli »

Útskrifaðar

26. júlí 2010 | geisla

Á fimmtudaginn útskrifuðumst við Draumey úr hvolpaskólanum Míó minn. Ég fékk 10 á bóklega prófinu og Draumey fékk mjög góða umsögn það var ekki gefið í tölum fyrir verklega. Hún stóð sig mjög vel í prófinu en getur þó gert betur eins og að leggjast strax og labba án þess að vera að þefa en þetta hafðist og er mjög sátt :D Svo er bara spurning hvort við förum á framhald.

Í dag er tjúa ganga og ætla ég að fara í hana bara spurning hvaða hunda ég tek með mér sé til þegar að henni kemur :)

Sóldís er ekki enn farin að lóða svo hún er eitthvað að seinka sér eftir gotið vona nú að hún fari að byrja kellingin.

Ég fór í gær að spora með Sunnevu og Maríönnu og gekk það nokkuð vel þrátt fyrir brjálað rok og rigningu.

Ég fór í sund í morgun með Dögunnni frænku á meðan Ella fór í ræktina mjög hressandi og Dögun orðin svo dugleg.

Á laugardaginn fór ég á ættarmót í Vik í Mýrdal. Ég vaknaði kl.7:30 af því ég þurfti að koma voffunum í pössun en Dagbjört tók Arisi og Sunneva Draumeyju og Sóldísi. Svo var lagt af stað kl. 9:30. Það var skipt upp í 4 lið á ættarmótinu og kepptí 4 þrautum. Þær voru: golf og grettukeppni (liðið mitt vann í golfinu), skreytukeppni (Hrefnu Bjarkar lið vann þar), hver er maðurinn, og skiptast á að leika og hinir að giska. Svo var grill um kvöldið og í hádeginu. Við fórum heim beint eftir kvöldmatinn og vorum komin í bæinn um kl.24.

Læt þetta duga í bili

Posted in Óflokkað | 2 ummæli »

Ofur lélegur bloggari

19. júlí 2010 | geisla

Orðið ansi langt síðan siðast….

Við Draumey erum að klára hvolpaksólann í þessari viku tími á eftir og svo á fimmtudaginn en þá er verklegt og bóklegt próf vonandi stöndum við okkur vel í því.

Á morgun er Hunda hanna að koma í heimsókn til okkar aftur og koma með fleiri góða punkta. Sóldís er reyndar að fara í orlof í sveitina með mömmu og pabba en það sakar ekki. Við Aris erum svo að fara í papillon göngu um kvöldið :)

Um helgina er Atlas Border Collie búinn að vera í pössun hjá okkur hann er 5.mánaða og 17kg. þannig hann er engin smáhundur kallinn hefur gengið bara vel með hann en hann er stundum soldið brussa við litlurnar og stekkur á þær eða hoppar á þær en ég held þær hafi haft gott að því að hafa hann. Draumeyju finnst hann soldið spennandi þegar hann leikur fallega við hana.

Við fórum í sveitina um helgina mjög fín hundahelgi og afslöppun.

Ég komst í sumarfrí á föstudaginn og er núna hætt á leikskólanum þar sem ég komst inn í leikskólakennarann í haust.

Ætla bara að njóta þess að vera í fríi ekki mikið planað nema Vestmanneyjar og Tálknafjörður í águst.

Posted in Óflokkað | 1 ummæli »

Hvolpaskóli

26. júní 2010 | geisla

Við Draumey byrjuðum síðasta mánudag í hvolpaskóla Míó minn erum búnar með 2 verklega tíma og einn bóklegan. Tímarnir hafa gengið vel en hún er orðin soldið þreytt eftir klukkutíma tíma er rosa fín fyrstu 40mín. Hún er búin að læra að setjast en á eftir að setja inn orð fyrir það. Fyrir mánudaginn á hún að kunna að setjast, leggjast og standa ásamt 7 öðrum umhverfis atriðum.

Sóldís var að koma heim úr sveitinni í dag en hún var með mömmu og pabba frá því á miðvikudaginn. Aris er svo miklu rólegri og geltir minna þegar hún er ekki. Núna á ég að fara að hafa þær miklu minna saman og aldrei nema undir eftirliti.

Draumey er farin að fatta núna aðeins með það að hún fær hrós fyrir að pissa/kúka úti en enn koma fyrir slys inni þegar ég gleymi mér.

Ég var að lesa inni á hundaspjallinu með það að geldar tíkur sérstaklega ef þær eru geldar snemma geta orðið árásagjarnar og þetta passar svo við Arisi hún er alveg svakalega hvað hún er farin að ráðast á ógunuga hunda ef það er mikl spenna :(

http://hundaspjall.is/phpbb/viewtopic.php?t=17091  hérna er þráðurinn hellingur af ókostum sem ég vissi ekki og hér segir að það sé ýmis ókostir sem fylgja því að gelda tíkur og rakka snemma ég sem hélt að það væri akkurat öfugt :/

Á miðvikudaginn tókum við Aris þátt í hlýðnikeppni og endaði Aris í 3 sæti með 95stig af 110. Hálf systir hennar Kría var í 1 sæti með 105stig og Tara Dúlla hennar Maríönnu var 4 sæti með 93stig flottar vinkonurnar :D
Í gærkvöldi kom  köttur inn til okkar. Aris brjálaðist og kötturinn klóraði hana 2 þannig vonandi hættir hún að vera svona æst í ketti en aumingja Draumey fríkaði út og tók það 3klst. fyrir hana að ná sér niður :( Hún er samt breytt í hegðun núna og er alls ekki alveg búin að jafna sig því hún geltir miklu meira núna hér inni og er meria vör um sig ótrúlega leiðinlegt :(
Í kvöld er ég svo að fara í afmæli til Dagbjartar en hún er 25ára :D

Hafið það gott og knús á línuna

Posted in Óflokkað | 3 ummæli »

17.júní

17. júní 2010 | geisla

Gleðilegan 17.júní :)

Ég fór með Maríönnu í dag í skrúðgöngu og skemmtun í Kópavogi með Arisi, Draumey og Töru Dúllu gekk vel með þær nema Aris þurfti soldið mikið að tjá sig blessunin. Draumey vakti mikla lukku enda pínu pons skott. Ég hélt á henni í skrúðgöngunni enda væri hún annars ekki á lífi því það væri búið að trampa hana niður.

Ég fór svo í göngu með Sóldísi og Arisi áðan og fengu þær aðeins að hlaupa og leika.
Ég er svo að fara með nokkrum stelpum í bæinn í kvöld og ætla ég bara að taka Arisi með hinar eru alveg búnar að fá nóg.

Á morgun kemur Hunda Hanna til mín enda er alveg kominn tími á að fá smá aðstoð með alla brjálæðingana vona ég svo sannarlega að hún komi með góð ráð býst svo sem ekki við öðru :)

Afi Grímur er búinn að vera á spírala í 2 vikur. Hann var á gjörgæslu í nokkra daga en er komin á aðra deild núna. Hann brákaðist á öxslinni og svo kom í ljós að hann er með nýrnabilun og hefur fengið hjartaáfall út af kransæðastíflu en hann náði að losa sig sjálfur við stífluna.

Ég var að skoða bók í gær þar sem ég hafði skrifað niður þyngdina á Sóldísi og ég var einhvern vegin búin að prenta það í mig að hún hefði verið þyngri en nei nei hún var bara mjög svipuð og Draumey. Draumey var 790 og eitthvað 14 vikna en Sólsdís var 800gr. 13v + 1daga þannig það munar ekki miklu úff vona svo sannarlega að Draumey nái móður sinni í stærð.

Lilo er enn minni 545gr. 14vikna + 2daga. Hún er algjör mús og augað er orðið svo gott í henni kremið alveg að gera kraftaverk er svo ánægð :D

Ég set svo inn myndir á facebook á morgun :)

Posted in Óflokkað | 4 ummæli »

Orkubolti

7. júní 2010 | geisla

Draumey er algjör orkubolti ég fór í göngu með Þórdísi og Dagbjörtu áðan hjá Rauðavatni vorum í 1,5klst. rúml. og hún labbaði allann tímann hún vildi alls ekki að ég gæfi henni far. Það voru 3 stórir hundar með okkur og hún var ekkert hrædd algjör dúlla er svo ánægð með hana litlu mína :) Sóldís er rosa mikil að passa upp á hana og skammar hunda sem koma of nálægt sov ég þarf að fara að skilja hana eftir heima. Draumey var ekkert búin á því eftir gönguna heldur hélt áfram að leika sér við mömmu sína en allir hundarnir eru nú sofandi núna.
Ég setti svo tjúana inn í bíl og við fórum með hina hundana að synda Arisi fannst það æði syndi veit ekki hvað margar ferðir á eftir boltanum.

Ég bíð spennt eftir fimmtudeginum því þá er síðasti dagurinn til að gefa svar hvort maður komist inn í KHÍ. Vona þaðsvo sannarlega verð soldið fúl ef ég kemst ekki inn :/

Ég sýndi Sóldísi á sunnudaginn það gekk ekki sem best enda var dómurinn skrifaður á meðan hundurinn stóð á borði og Sóldís þoldi ekki svona langan tíma á borðinu. Dómurinn er komin undir hennar nafni á síðunni :)

Posted in Óflokkað | 7 ummæli »

Noregur

29. maí 2010 | geisla

Nú er næst síðasti dagurinn minn hér í Noregi. Lilo fór til Safiyyu og Roberts í gær þau eru rosalega ánægð með litla barnið sitt :) ég er ótrúlega ánægð með þau, eru æðisleg gæti ekki fengið betri fjölskyldu fyrir hana þau eru yndisleg og vilja gera allt það besta fyrir hana :) Við erum svo að fara í grillveislu til þeirra á eftir verður öruglega gaman :) Á morgun er svo hvolpapartý og ætlar Safiyya að koma með Lilo þanngað hlakka til að sjá hvernig hún tekur öllum hvolpunum.

Lilo varð veik í auganu daginn eftir að ég kom hingað út á miðvikudaginn fór ég, Fjóla og Safiyya til dýralæknis þetta var ömurleg dýralæknastofa mjög subbuleg og rándýr og vorum við sko ekki sáttar með þessa heimsókn. Lilo fékk ormalyf í sprautuformi og öskraði stanslaust í 1mín ógeðslegt þetta var greinilega virkilega sárst. Finnst ömurlegt að hún hafi ekki bara fnegið pillu.

Safiyyi fór svo með Lilo á fimmtudaginn til aungsérfræðings hér og hann sagði að Lilo ætti bara að fara í eina aðgerð þegar hún verður orðin stærri þanngað til er hún með 2 gerðir af kremi annað má setja 3 á dag og hitt 2 á dag :)

Við fórum á Eurovision á þriðjudaginn á undankeppnina þar sem Ísland var síðasta landið til að komast áfram Helga og Fjóla voru alveg búnar að gefa upp alla von en ég var rólegri yfir því það var svo mikil fagnaðarlæti þegar við komumst áfram og við heyrðum í mörgum sem kölluðu ísland og iceland þannig okkar lag er vinsællt ásamt fleiri löndum held við séum alla vega ekki í neinni hættu á að vinna.

Í gær fórum við svo á genelarprufuna það var mjög gaman að sjá það við erum númer 16 að syngja :) Við ætlum svo auðvita að hrofa aftur í kvöld og ætlum að gefa öllum lögunum einkun.

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

« Fyrri færslur Nýrri færslur »