Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Nokkrir góðir og bæn hundsins

 Hugarleikir við mennina

1. Þegar fólkið þitt er búið að baða þig, ALLS EKKI LEYFA ÞEIM AÐ ÞURRKA ÞÉR MEÐ HANDKLÆÐI!!Hlauptu frekar beint inn í herbergið þeirra og hoppaðu upp í rúmið og þurrkaðu þér þar. Þetta virkar sérstaklega vel ef þetta er stuttu fyrir háttatímann!

2.
Láttu eins og dæmdur glæpamaður! Þegar þau koma heim, láttu eyrun niður, skottið á milli lappana og láttu hausinn hanga og láttu eins og þú hafir gert eitthvað hræðilegt af þér. Fylgstu síðan með þegar fólkið þitt leitar út um allt hús að skemmdum sem þau halda að þú hafir valdið. (VARÚÐ: þetta virkar bara ef þú hefur gert EKKERT af þér!).

3. Leyfðu fólkinu þínu að kenna þér glænýtt bragð. Lærðu það fullkomlega. Þegar fólkið þitt reynir að sýna mennskum gestum bragðið, horfðu tómlega á fólkið þitt og láttu eins og þú hafir enga hugmynd um hvað það er að tala. Þetta fær þau oft til að múta þér með nammi sem er extra góður bónus.

4. Kenndu fólkinu þolinmæði. Þolinmæði er dyggð. Þegar þú ferð út að pissa þefaðu um allan garðinn á meðan fólkið þitt bíður, sérstaklega í köldu og blautu veðri. Láttu eins og staðurinn sem þú velur til að pissa á ráði örlögum jarðar!

5. Dragðu athygli að fólkinu þínu. Þegar þið eruð í göngutúr veldu alltaf stað þar sem allir sjá þig þegar þú kúkar. Taktu þér þinn tíma og passaðu að allir fylgist með. Þetta virkar einstaklega vel ef fólkið þitt hefur gleymt að taka plastpoka.

6. Feldu þig fyrir fólkinu þínu. Þegar fólkið kemur heim ekki heilsa þeim við dyrnar. Feldu þig frekar og láttu þau halda að eitthvað hræðilegt hafi komið fyrir þig. (ekki koma fram á sjónarsviðið fyrr en eitthvað af fólkinu þínu er í sjokki og við það að fara að gráta). Þetta hljómar kannski grimmt, en það er öruggt að þú færð nammi… þau verða svo glöð að sjá þig að þau gefa þér næstum hvað sem er!

7. Þegar fólkið þitt kallar á þig til að koma inn ALLTAF taka þér þinn tíma, labbaðu eins hægt og þú getur að hurðinni. Við erum með sérstakt verkefni hérna: Að kenna fólki þolinmæði.

8. Vaknaðu 20 mínútum áður en vekjaraklukkan á að hringja og láttu fólkið þitt fara út með þig að pissa. Um leið og þú kemur aftur inn sofnaðu. (Mannfólk getur sjaldan sofnað aftur eftir að hafa farið út, þetta gerir þau PIRRUÐ).

9. Mundu ALLTAF ,,æj æj fyrirgefðu” rútínuna. Sama hvað þú hefur gert af þér (étið steikina, nagað sófann…) sama hversu hátt fólkið þitt öskrar á þig, þegar þú gerir ,,æj æj fyrirgefðu” rútínuna ertu laus allra mála. Svo er líka sniðugt að blikka stóru brúnu augunum þínum voðalega sakleisislega. Þetta tryggir þér afganga úr matnum og þægilegan stað í rúmi fólksins þíns á nóttunni.

10. Kúrðu alltaf og leiktu við köttinn fyrir framan eigendurna þína. Síðan á nóttinni þegar enginn fylgist með, gerðu það sem allir hundar gera við ketti. Síðan morguninn eftir kenna eigendurnir þínir helvítis hundinum í næsta húsi um! Passaðu líka að fela alla hárbolta sem þú gætir hóstað upp næsta morgunn!

11. Síðast en ekki síst fyrir alla karlkyns hunda, þegar fólkið þitt talar um að gelda þig passaðu að stara illilega á klofið á karlkyns eigandanum þínum og sleikja útum. Í flestum tilvikum tryggir þetta þér ósnert eystu…

 ____________________________________________________________________________

Fjósamaðurinn
hafði lengi verið ástfanginn af heimasætunni en þetta var ást í meinum því hann hafði aldrei uppburði í sér til að játa henni ást
sína - né heldur gaf hún honum nokkurt tilefni til að ætla að ástin væri endurgoldin. Svo fréttist að blásið væri til harmóníkkuballs í félagsheimili sveitarinnar. Fjósamaðurinn herti upp hugann og bauð heimasætunni á dansleikinn. Honum til mikillar gleði og nokkurrar undrunar játaði heimasætan.

Stóri dagurinn rann upp og fjósamaðurinn gekk heim að bæ og barði dyra.Bóndinn kom til svars, sagði dóttur sína vera að taka sig til og bauð fjósamanninum, sem var í sínu fínasta pússi, til stofu. Fjósamaðurinn

fékk það á tilfinninguna að bóndanum væri ekkert of vel við þessa tilhögun, að þau væru að fara saman á dansleik. Hann sest og þorir varla að segja orð og til að gera illt verra fer um hann hroðalegur vindverkur og hann neyðist til að senda frá sér örlítinn þarmagust. Þá segir bóndinn: “Snati!” Fjósamaðurinn tekur nú eftir því að undir stólnum semhann situr á liggur hundur í makindum sínum. Hann dregur þá ályktun að bóndinn ætli hundinn hinn prumpandi sökudólg og til að sannreynakenningu sína sleppir hann öðrum viðrekstri frá sér - sýnu meiri en sá fyrri. Enn segir bóndinn, nokkuð höstugur: “Snati!”. Feginn gefur nú fjósamaður frá sér þá ólgu gass sem hafði verið honum til verulegra óþæginda. Þá segir bóndinn: “Snati! Viltu koma þér undan stólnum áður en mannfýlan drullar á þig!”
____________________________________________________________________________

Hvernig á að taka mynd af hvolpi?

 1. Taktu filmuna úr kassanum og settu í myndavélina.
 2. Taktu filmukassann af hvolpinum og hentu honum í ruslið.
 3. Taktu hvolpinn úr ruslafötunni og þurrkaðu kaffikorkinn af trýni hvolpsins.
 4. Veldu hentugan Bakgrunn fyrir myndina.
 5. Settu myndavélina á þrífót og stilltu hana.
 6. Finndu hvolpinn og taktu skítuga sokkinn af honum.
 7. Stilltu hvolpinum upp fyrir framan myndavélina.
 8. Gleymdu uppstillingunni og skríddu á fjórum fótum á eftir hvolpinum með myndavélina.
 9. Stilltu myndavélina með annarri hendi og reyndu að halda hvolpinum í fjarlægð með hinni.
 10. Náðu í þurrku og þurrkaðu slefið af linsunni.
 11. Taktu flasskubbinn af hvolpinum og hentu honum í ruslið.
 12. Hentu kettinum út og sótthreinsaðu rispuna á trýni hvolpsins.
 13. Settu tímaritin aftur upp á stofuborðið.
 14. Reyndu að ná athygli hvolpsins með tístu leikfangi.
 15. Settu gleraugun aftur upp og athugaðu hvort myndavélin skemmdist nokkuð.
 16. Stökktu upp og gríptu í hvolpinn í tíma og æptu: “Nei, nei úti”.
 17. Kallaðu á maka þinn til að þurrka upp óhreinindin
 18. Blandaðu þér drykk.
 19. Sestu í hægindastól með drykkinn og ákveddu að kenna hvolpinum að hlýða orðunum “sestu” og “kyrr” strax í fyrramálið.

____________________________________________________________________________
Sköpun heimsins, séð frá sjónarhóli hundsins

 • Á fyrsta degi sköpunarinnar skapaði Guð hundinn.

 • Á öðrum degi sköpunarinnar skapaði hann manninn til að þjóna hundinum.
 • Á þriðja degi sköpunarinnar skapaði Guð öll önnur dýr í heiminum, hundurinn er efstur í fæðukeðjunni.
 • Á fjórða degi sköpunarinnar bjó Guð til það verkefni fyrir manninn að hann hefði það háleita markmið á degi hverjum að viðra hundinn.
 • Á fimmta degi sköpunarinnar bjó Guð til tennisboltann svo hundurinn geti leikið sér.
 • Á sjötta degi sköpunarinnar skapaði Guð dýralækninn til þess að hundurinn sé alltaf heilbrigður og pyngja eigandans léttari.
 • Á sjöunda degi sköpunarinnar ætlaði Guð að hvíla sig…………… en hann þurfti að fara út að ganga með hundinn.

____________________________________________________________________________

Hundar og kettir - Menn og konur

Hvað er köttur?

 1. Kettir gera það sem þeir vilja.
 2. Þeir hlusta aldrei á þig.
 3. Þeir eru óútreiknanlegir.
 4. Þegar þú vilt leika, þá vilja þeir vera einir.
 5. Þegar þú vilt vera einn, þá langar þá að leika.
 6. Þeir ætlast til að þú bregðist við í hvert skipti sem þeir væla.
 7. Þeir eru geðvondir.
 8. Þeir skilja eftir hár alls staðar.

  Niðurstaða: Þeir eru litlar konur í loðnum búk.

Hvað er hundur?

 1. Hundar flatmaga alltaf í þægilegasta stólnum í húsinu.
 2. Þeir heyra þegar nammipoki er opnaður langt í burtu, en heyra ekki í þér, þó að þú sért í sama herbergi.
 3. Þeir geta litið heimskulega og elskulega út á sama tíma.
 4. Þeir væla þegar þeir eru óánægðir.
 5. Þegar þú vilt leika, þá vilja þeir leika.
 6. Þegar þú vilt vera ein, þá vilja þeir leika.
 7. Þeir skilja dótið sitt eftir alls staðar.
 8. Þeir gera ógeðslega hluti með munninum og reyna síðan að kyssa þig.
 9. Þeir vaða beint í klofið á þér þegar þeir hitta þig.

  Niðurstaða: Þeir eru litlir karlmenn í loðnum búk.

____________________________________________________________________________

 • Einu sinni keypti ég mér kjölturakka, en ég varð að losa mig við hann. Hann beit mig alltaf þegar ég reyndi að setjast í kjötu hans.

 • Nemandi: Hundurinn minn er rosalega klár í stærðfræði.
  Kennari:
  Nemandi: Ég spurði hann hvað 16 mínus 16 væru og hann sagði ekki neitt.
 • ,,Hvers konar hundur er þetta?”
  ,,Þetta er lögregluhundur.”
  ,,Lögregluhundur! En hann er svo lítill.”
  ,,Hann er sko í rannsóknarlögreglunni”

 • ,,Kann hundurinn þinn að tefla?”
  ,,Það get ég nú varla sagt,  í gærkvöldi vann ég fjórar skákir af sex.”

 • Hundurinn hanns Jenna er alveg stórfurðulegur.  Það er ekki nóg með að hann  hlaupi á eftir Trabantbílum, heldur fer hann með Trabbana heim og grefur þá í garðinum.
 • Sonurinn kemur grátandi til pabba síns og segir: Pabbi hundurinn okkar er týndur og ratar ekki heim.
  Pabbinn: Elskan mín eigum við ekki bara að auglýsa eftir honum í Morgunblaðinu.
  Sonurinn: En pabbi við erum ekki búinn að kenna honum að lesa.

Líf mitt varir aðeins 10-15 ár Ég vil ekki vera aleinn lengi í einu. Hugleiddu það áður en þú tekur mig að þér. Gefðu mér tíma til að skilja til hvers þú ætlast af mér. Athugaðu að ég legg allt mitt traust á þig og ég vil bara hlýju og væntumþykju þína. Vertu ekki reið(ur) við mig lengi í einu. Lokaðu mig ekki inni í refsingarskyni. Þú hefur þína vinnu og þína vini, ég hef aðeins þig. Talaðu við mig, jafnvel þó ég skilji ekki orð þín, þá skil ég að tón raddar þinnar. Ég hef mjög gott minni og man eftir bæði góðri og slæmri framkomu. Beittu mig ekki ofbeldi, mundu að ég get auðveldlega meitt þið, en beiti ekki afli mínu. Hafðu vatnsskálina mína fulla af fersku vatni, gefðu mér góðan mat, svo ég dafni vel. Ég stend ávalt við hlið þér og er tilbúin til að verja þig með lífi mínu. Ef þú lítur á mig sem félaga og berð virðingu fyrir þörfum mínum þá verð ég besti og traustasti vinur sem þú munt eignast. Annast þú mig þegar ég verð gamall og vertu alltaf hjá mér þegar ég á erfitt. Allt verður svo miklu auðveldara þegar ég hef þig hjá mér. Því mér þykir svo vænt um þig.