Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Meðgangan og fæðing hjá hundum

Meðganga

 

Meðgöngutíminn hjá hundum er 61-63 dagar.Fyrri mánuð

meðgöngunnar þarf tíkin enga sérstaka umönnun, fóðrun

og hreyfingu er best að hafa með hefðbundnu sniði. Seinni

mánuðinn þarf hins vegar að fara að gefa henni prótein og

orkuríkara fóður. Auðvelt er að gera það með að gefa henni

hvolpafóður. Hlutfall hvolpafóðurs í venjulega fóðrinu er

aukið um 25% í hverri viku, síðustu 4 vikur meðgöngunnar, þannig

að síðustu vikuna er hún eingöngu á hvolpafóðri. Í takt við að

hvolparnir stækka, minnkar plássið í maganum. Tíkin þarf því að

éta oftar og lítið í einu. Passa skal þó að offóðra ekki - meiri líkur

eru á því að fæðingarerfiðleikar verið hjá of feitum tíkum. Passið

upp á bólusetningar fyrir pörun og ormahreinsið tíkina ca. þremur

vikum fyrir áætlað got. Gott er að setja upp gotkassa og hafa hann

á rólegum og afviknum stað þar sem er hlýtt en ekki of heitt. Passa

þarf að tíkin komist út úr kassanum en ekki hvolparnir, undirlagið þarf að

vera mjúkt, gott eitthvað sem má þvo á suðu eftir gotið eða henda. Einnig

er gott að eiga til joð til að bera á naflastrenginn á hvolpunum og þráð til

að binda um naflastrenginn, skæri og svo auðvitað símanúmerið hjá dýralækninum.

Fæðing

Einkenni sem benda til að fæðingin sé á næstu grösum:

 • tíkin fer að vera móðari en venjulega, eins og henni sé stanslaust heitt

 • mjólk kemur í spenana

 • krafs og hreiðurgerð

 • gott er að mæla tíkina á hverjum degi rétt fyrir áætlaða fæðingu,

 • en líkamshitinn fellur um 0,5 -1 gráðu frá eðlilegum líkamshita

 • ca. sólahring fyrir got, eðlilegur hiti fyrir hund er ca 37,5-39 C, mælt

 • er með venjulegum mæli í rassinn með smákremi á oddinum

Fæðingin sjálf skiptist í 3 stig: Útvíkkunarstig, rembingsstig og fylgjufæðingu.
Útvíkkunarstig: legið dregst saman, tíkin verður óróleg, kíkir á kviðinn, étur ekki, er

mikið í hreiðurgerð og jafnvel kastar upp. Þetta stig getur varað í 0-48 tíma (oftast 6-12 tíma), allt

eftir hvort tíkin hefur gotið áður og skapgerð hennar og eiganda. Órólegur eigandi getur

líkt og óróleg tík lengt útvíkkunartímabilið um þó nokkra klukkutíma. Rólegt umhverfi og lítið

stress er mikilvægt, hvolparnir koma jú ekki í heiminnn fyrr en þeir eru tilbúnir. Þegar fyrsti

hvolpurinn kemur upp í leghálsinn hefst annað stig fæðingar.
Rembingsstig: Hríðarnar verða mjög kröftugar og styttra verður á milli þeirra.

Oft koma þær í bylgjum og leghálsinn víkkar enn meira. Ef fyrsti hvolpur er ekki

kominn eftir klukkutíma rembingshríðir þarf að hafa samband við dýralækni. Þær

hvíla sig svo á milli hvolpa í 1-3 klukkustundir. Ef hvolpur nr 2 er ekki fæddur eftir

30 mínútna virkar rembingshríðir þarf að hafa samband við dýralækni. Hvolparnir

fæðast í belg og tíkin sér um að rífa hann af. Ef hún hefur ekki gert það stuttu

eftir fæðinguna (1/2 - 1 mín) þarf maður að rífa hann frá vitum hvolpsins svo

hann kafni ekki. Ef hvolpurinn andar ekki sjálfur gæti verið vökvi lungum hans.

Takið hvolpinn í lófann og hallið í lóðrétta stöðu með höfuðið niður og hristið

hann varlega til að reyna að fá vökvann úr lungunum. Strjúkið hnakka og kvið

með handklæði til að reyna að örva öndunina. Stundum getur verið gott að gefa

vænan selbita í nasirnar við það fer öndunin oft í gang. Þegar tekist hefur að

koma önduninni i gang skilið þá hvolpinum til tíkarinnar og andið léttar!
Oftast bítur tíkin sjálf líka á naflastrenginn, en ef hún gerir það ekki,

eða ef það blæðir úr naflastrengnum þarf að binda fyrir hann með

bómullarþræði/þykkum tvinna, ca 3-5 cm frá hvolpnum og klippa síðan á

strenginn ca hálfum cm fyrir neðan bandið. Ef við þurfum að grípa svona inn

í er gott að sótthreinsa naflastrenginn á eftir með joði.
Hvolparnir geta fæðst með rassinn fyrst eða höfuðið fyrst, það skiptir ekki

öllu hvernig þeir snúa. Ef hvolpurinn er eitthvað lengi hálfur úti þá er í lagi

að toga varlega í hann í átt að gólfinu og toga með hríðunum.
Fylgjufæðing: Það er ein fylgja á hvern hvolp, hún kemur ekki alltaf með

hvolpinum, það geta fæðst 2-3 hvolpar og svo komið 2-3 fylgjur saman.

Gott er að telja fylgjurnar svo hægt sé að vita hvort einhver sé eftir í tíkinni. Tíkin þarf ekki að borða fylgjurnar, það er í lagi ef hún gerir það en hún getur fengið niðurgang af þeim. Eftir að allir hvolparnir eru komnir, leggst ró yfir tíkina, hún fer að sinna þeim og koma þeim á spena. Hvolparnir þurfa ekki að fara strax á spena þeir fæðast með ca 8 tíma fitubirgðir, þannig best er að leyfa henni að sjá um þetta sjálfri. Skynsamlegt er að vigta alla hvolpana við fæðingu, þeir geta lést fyrsta sólahringinn, eftir það eiga þeir að bæta á sig. Ef einhver bætir ekki á sig gæti verið að hinir hvolparnir séu of frekir og hann kemst ekki á spena, þá þarf að passa upp á það. Eftir fæðingu kemur blóðlitað (rautt/brúnt) slím frá tíkinni í 3-4 vikur. Það lyktar ekki.
Oftast gengur got hjá tíkum eðlilega fyrir sig, tíkin fæðir án hjálpar og það er spennandi upplifun fyrir bæði eiganda og tíkina. En stundum er eitthvað ekki alveg eins og það á að vera og er þá best að hafa samband við dýralækni. Rétt er að leita aðstoðar dýralæknis ef eitthvað af eftirfarandi passar við tíkina þína:

 • meðgangan er lengri en 65 dagar án þess að tíkin sýni nein merki um að búast undir fæðingu.

 • það kemur grænsvart slím frá tíkinni án þess að fæðing sé hafin

 • fæðing er ekki hafin, 36 tímum eftir að hitinn lækkaði um heila gráðu

 • blaðran sést og það kemur ekki hvolpur innan 3 tíma

 • sterkar hríðir eða fósturvatn kemur án þess að hvolpur fæðist innan hálftíma (á ekki við um fyrsta hvolp, sjá að ofan)

 • meira en 3 tímar milli hvolpa

 • tíkin byrjar að æla, virkar þreytt, grípur eftir andanum, spangólar eða sýnir önnur merki um mikla verki

 • kröftug blæðing kemur frá fæðingarveginum

 • hvolpur situr fastur

 • of fáar fylgjur borið saman við fjölda hvolpa

 • engar hríðir en grunur leikur á um að það séu fleiri hvolpar

Ef þið eruð í vafa er réttast að hringja á dýralækni og leita nánari upplýsinga. Ekki hika við að hringja ef spurningar vakna, þó svo það sé í miðri fæðingu.
Mjög góðar myndir af fæðingu má sjá hér.
08/2007 ©Anna Jóhannesdóttir

Oft þarf að gefa hvolpum mjólk ef móðirin mjólkar ekki nóg eða hvolpurinn nær ekki að sjúga. Hægt er að kaupa tilbúna mjólk, en líka er hægt að búa til blöndu.

0,8 lítrar mjólkbulldoghvolpur og Baldur

0,2 lítrar 12% rjómi

1 eggjarauða

6 g beinmjöl

10 stk sítrónusýrutöflur (leyst upp í matskeið af vatni)

Gott að setja dálítið af vítamínum út í

Hita blönduna í 40 gráður og setja þá sítrónublönduna í.

Magn sem er gefið hvolpi eftir aldri:

3 daga 15-20% af líkamsþunga

7 daga 22-25% af líkamsþunga

14 daga 30-32% af líkamsþunga

21 daga 35-40% af líkamsþunga

10-12 daga geta hvolpar oft byrjað að borða aðeins mat með t.d. kjötfars.

tekið af síðu Dafinns dýralæknis