Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Mamma má ég fá hund

Sennilega flestir foreldrar hafa fengið þessa spurningu. Misjafnlega er tekið í hana. Sumum finnst barnið hafa mjög gott af því að fá hund og láta það, því eftir því. En það sem þarf að huga að þegar hundur er fengin handa barninu er m.a. að það má alls ekki ætlast til þess að barnið muni sjá alfarið um hundinn. Foreldrarnir verða að vera tilbúnir til þess að sjá um hundinn líka. Það þýðir lítið að rétta barninu hundinn og ætlast til þess að það sjái nú um hundinn næstu 15 árin eða svo. Það er jú, mjög þýðingar mikið fyrir barn að alast upp með hundi, en foreldrarnir geta ekki ætlast til að það sjái alfarið um hundinn upp á eigin spýtur, og oft endar það með því að hundurinn fer eftir stuttan tíma. Að fá sér hund er ekki eins og að fá sér eitthvað dót, það er ekki hægt að setja hundinn bara inn í geymslu þegar þú ert búin að fá leið á honum. Hundurinn þarf ást og athygli alla sína ævi. Ævi hunda getur verið alveg upp í rúmlega 15 ár! Því þarftu að vera alveg tilbúin í alla staði áður en þú leyfir barninu að fá hund.

 • Hundurinn þarf að fara út til þess að gera þarfir sínar, sama hvernig viðrar. Jafnvel á nóttunni.

 • Þjálfa þarf hundinn og gera hann húshreinann.

 • Hundurinn þarf að fara í göngutúra, ekki er ráðlegt að senda unga krakka eina út með hunda.

 • Hundurinn þarf að fá að borða reglulega.

 • Hundurinn getur orðið veikur og þá þarf að fara með hann til læknis og það getur kostað sitt.
  Einnig þarf að fara með þá reglulega í venjulega
  skoðun.

 • Þú þarft að fá leyfi fyrir hundinum. Leyfið kostar 15.000 og örmerking 4000 kr, og svo einnig árlegar greiðslur.

 • Hundurinn getur ekki verið aleinn heima lengi.

 • Taka þarf tillit til þess að hundar eru síður en svo velkomnir hvar sem eru. Búðir, bíó, skólar, sund og margt margt annað eru síður en svo staðir fyrir hunda.

 • Hundinum þarf að kemba reglulega og þrífa.

 • Hundar fara úr hárum og sumum fylgir hundalykt.

 • Litli sæti hvolpurinn stækkar og verður ekki alltaf fjörugur lítill hvolpur sem er alltaf til í að leika…

Ekkert barn er tilbúið til þess að axla alla þá ábyrgð sem fylgir því að fá hund upp á eigin spýtur, en á meðan foreldrarnir styðja vel við bakið á barninu og hjálpa því eins og þeir geta þá er ekkert að því að fjölskyldan fái hund.

tekið af hvuttar.net