Hvolpar
Húsvenja hvolpinn
Það veldur mörgum áhyggjum með fyrsta hvolp, þegar gera á hann húshreinan. Hve langan tíma það tekur fer eftir hvernig þú býrð, árstíð og þinni eigin samkvæmni. Þú mátt ekki skamma hvolp þó hann hafi gert þarfir sínar inni nema að þú náir honum leið og það gerist, segðu ,,Nei” við hann í ákveðnum tón og farðu með hann strax út, biddu þangað til hann klárar og hrósaðu honum þá vel fyrir. Ef hvolpurinn laumast í annað herbergi til að pissa þarftu að takmarka frelsi hans, þar til að vandinn er leystur. Því lengur sem þú lætur slíka hegðun viðgangast, því erfiðara verður að breyta henni. Nema að þú náir hvolpinum um leið, gerir það ekkert gott að draga hann að slysstaðnum og reyna að refsa honum eða ýta trýninu á honum í þvagið. Það gerir aðeins verra. Farðu með hvolpinn út þegar hann vaknar, þegar hann er búinn að borða, og eftir ákafan leik. Notaðu skipun t.d ,,út að pissa” eða ,,pissa,” hrósaðu honum þegar hann gerir þarfir sínar úti. Þegar hvolpurinn eldist reyndu þá að fara með hann út á reglulegum tíma.
Ef það fara aftur að gerast slys inni, þá verðurðu að bakka og byrja rólega aftur, og fara rólega í sakirnar. Ekki rugla saman þegar hundurinn merkir inni og þegar slys gerast, því hann merkir vísvitandi. Slík hegðun orsakast hjá hundum sem gætu verið að reyna að hækka sig í virðingarstiganum innan heimili síns, merkingar hunds eru til að eigna sér svæði.Ef slys gerast kemur lykt af þeim stað sem hvolpurinn finnur og hann sækir í að gera þarfir sínar á staðinn aftur, gott er þá að þrífa blettinn með edik eða hreinsiefni, til að ná lyktinni alveg burt.
Til er önnur aðferð við að húsvenja hvolpa sem kallast dagblaða aðferðin. Legðu dagblöð á gólfið, hvettu hvolpinn til að gera þarfir sínar á blöðin. Loks ætti hvolpurinn að fara að sækja í að gera þarfir sínar þar. Leyfðu blöðunum sem hann gerir þarfir sínar á að liggja, hann finnur þá lyktina og sækir í að gera á sama stað. Fækkaðu blöðunum jafnt og þétt þangað til að eitt blað er eftir. Færðu seinasta blaðið út í garð og hleyptu hvolpinum reglulega út að pissa á blaðið, hann fer síðan að biðja um að fara út að pissa á blaðið, seinna fjarlægirðu það alveg, og hrósar vel þegar hann gerir úti.
Umhverfisþjálfun
Umhverfisþjálfun hvolpsins byrjar innan um móður og systkini og heldur áfram þegar hvolpurinn er komin á nýtt heimili. Rannsóknir sýna að aðal tímabilið í umhverfisþjálfun hvolps við mann er þegar hann er frá 6- 8 vikna gamall. Þetta er sá tími sem móðirin venur hvolpana sína yfirleitt af brjósti. 8. vikna er einnig yfirleitt sá tími sem hvolpurinn fer á framtíðar heimili sitt. Hann er tilbúin að læra og umhverfisþjálfun (umgengni við aðra) ætti að byrja strax.
Veittu hvolpinum mikla athygli og ástuð. Gældu við hann og nefndu nafnið hans. Kynntu hann fyrir nágrönnunum og öðru fólki s.s. póstberanum og öðrum sem koma reglulega heim til þín. Kenndu börnum hvernig á að halda á honum og gæla við hann. Að leyfa hvolpinum að umgangast aðra hunda er mikilvægt. Passa skaltu upp á að hundarnir sem hann hittir séu ekki árásargjarnir gagnvart öðrum hundum, passa skaltu einnig að hann sé búin að fá allar þrjár sprauturnar áður en hann hittir aðra hunda.
Þegar hvolpurinn rannsakar nýja heimili sitt getur hann óviljandi eyðilagt hluti með því að naga þá. Þetta er hluti af könnun hans. Ef að hvolpurinn eyðileggur eitthvað ekki refsa honum eða tala reiðilega til hans. Ef þú stendur hann af verki skaltu segja “Nei” í ákveðnum tón. Það eina sem hvolpurinn lærir af hörðum og ótímabærum skömmum og refsingum er að hræðast þig og verða óöruggur. Þegar þú þjálfar og umhverfisvanur hvolpinn þinn mundu þá að flokks eðli hvers hunds verður að vera stjórnað. Hvolpurinn mun prufa þig og aðra fjölskyldumeðlimi með stjórnsemi eins og flokksforingi hópsins. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að vinna saman í þessu. Til að hjálpa hvolpinum að skilja að hann verður að hlýða reglum hússins, vertu samkvæmur sjálfum þér í áminningum og hrósi. Augnsamband og ákveðið “Nei” hindar yfirleitt óæskilega athafnarsemi.
Þegar þú gefur hvolpinum þínum að borða skaltu gera það að gleðistund, hrósaðu honum þegar þú setur dallinn á gólfið. Fóðrun getur líka aðstoðað við þjálfun hvolpsins. Þegar þú setur diskinn á gólfið gefðu þá skipunina “gjörðu svo vel” nefndu síðan nafnið á hundinum. Þetta kennir honum að hlýða skipunum og einnig að bregðast við nafninu sínu.
Ekki vorkenna hvolpinum. Ekki taka hann upp eða segja ,,æjæj, auminginn, þetta er svo agalegt,” þegar hann verður hræddur t.d. við eitthvað nýtt (nema að það geti skaðað hann). Þá heldur hann að þetta sé svo hræðilegt að þú verðir að passa hann, og hann leitar þá alltaf í fangið á þér og verður óöruggari. Hvettu hvolpinn frekar svo hann verði sjálfstæður. Ekki alltaf vera með hvolpinn í fanginu, hann á að fá að vera hann sjálfur og rannsaka og kynnast hlutunum sjálfur.
Mundu þessi þrjú forgangsorð, einnig við áframhaldandi þjálfun: Þolinmæði, stöðugleiki og lof (hrós).
Bréf frá hvolpi
Ég er hvolpurinn þinn og ég mun elska þig alla leið til enda Veraldar. En ef þú vildir vera svo væn (n) þá eru hér nokkur atriði sem ég bið þig að hafa í huga. Ég er hvolpur sem þýðir að gáfur mínar og hæfni til að læra eru hliðstæðar því sem gerist hjá 8 mánaða gömlu barni. Ég er hvolpur og ég mun naga ALLT sem ég get fest tennur á. Þannig kanna ég og læri hvernig allt er í heimi hér. Jafnvel mannabörn skoða og kanna hluti með því að setja þá uppí sig. Það er undir þér komið að vísa mér veginn: Hvað má naga og hvað ekki.
Ég er hvolpur. Blaðran mín þolir ekki við nema í eina til tvær klukkustundir. Ég get ekki sagt til um það með neinum fyrirvara hvenær ég þarf að kúka. Ég get ekki sagt til um hvenær ég þarf að pissa og kúka né haldið í mér fyrr en um 6 til 9 mánaða aldur. Ekki refsa mér ef þú sjálfur hefur ekki hleypt mér út í 3 tíma eða lengra. Þá er sökin þín. Það er ágætt að hafa hugfast að ég þarf að gera þarfir mínar eftir: Matinn, svefninn, leikinn, drykkinn og að jafnaði á 2-3 tíma fresti.
Ef þú ætlast til þess að ég sofi um nætur er ekki ráðlegt að gefa mér að drekka eftir klukkan átta. Rimlarúm mun hjálpa mér að verða húsvanur og forðar þér frá að reiðast mér. Ég er hvolpur og slysin VERÐA. Vertu mér þolinmóður og með tímanum læri ég.
Ég er hvolpur og þarf að leika. Ég hleyp um, elti ímynduð skrýmsli, elti fætur þína og tær og “ræðst” á þig, elti fótbolta, önnur gæludýr eða lítil börn. Það er leikur – það er þetta sem ég geri! Ekki reiðast mér eða ætlast til að ég sé hæglátur, rólegur og sofi dagana langa. Ef hreifiþörf mín og orka er þér of erfið þá ættirðu kannski að velta því fyrir þér að fá í þinn félagsskap einhvern eldri og rólegri. Leikur minn mun reynast gagnlegur þegar fram líða stundir og notaðu ályktunarhæfni þína til að vísa mér á viðeigandi leikföng og þóknanlega hreifingu á borð við eltibolta, bangsa og dúkkur og leikföng sem góð eru til að naga. Ef ég glefsa of fast í þig þá talaðu við mig á “voffamáli” – geltu hressilega á mig og ég skil að þar fór ég yfir strikið – þannig tjá hundar sig hver við annan. Ef ég er of ákafur þá er ágætt ráð að leiða mig hjá sér í nokkrar mínútur eða setja mig í rimlarúm um stundarsakir með leikfang við hæfi.
Ég er hvolpur. Vonandi ert þú ekki þeirrar gerðar sem öskrar, lemur eða sparkar í 6 mánaða börn. Ekki gera það heldur við mig. Ég er mjög viðkvæmur og áhrifagjarn. Ef ég elst upp við barsmíðar þá verð ég mjög hræddur og taugaveiklaður gagnvart öllu sem tengist barsmíðum. Hjálpaðu mér frekar með hvatningu og innsæi. Ef ég til dæmis naga eitthvað sem ekki má naga segðu þá: “Ekki naga!” og láttu mig fá eitthvað sem ég MÁ naga.
Reyndar væri betra ef þú hefðir allt sem ég ekki má snerta utan seilingar. Ég þekki ekki muninn á nýju sokkunum þínum og þeim gömlu eða gömlu strigaskónum og þessum nýju dýru frá Nike.
Ég er hvolpur sem þýðir að ég er vera með tilfinningar og hvatir líkar þínum eigin – þó ýmsar séu frábrugðnar. Ég er ekki mannvera í líki hunds og því síður tilfinningalaust vélmenni sem getur hlýðir hverri þinni skipun. Ég VIL í alvöru þóknast þér, verða hluti af fjölskyldu þinni og lífi. Þú fékkst þér mig (vonandi) vegna þess að þú vilt ástríkan félaga og vin. Þess vegna máttu ekki “planta” mér í bakgarðinn þegar ég verð stærri og ekki dæma mig of hart heldur mótaðu mig með kærleika og leiðbeiningum í það far fjölskyldumeðlims sem þú sérð fyrir þér.
Ég er hvolpur og er ekki fullkominn. Ég veit að þú ert ekki fullkominn heldur. En ég elska þig samt skilyrðislaust. Gerðu það kynntu þér alla þætti sem lúta að þjálfun og hegðun hvolpa og leitaðu til dýralæknis, bóka um umönnun hunda og leitaðu upplýsinga á Netinu. Kynntu þér þá tegund sem ég tilheyri og “skapgerð” hunda þeirrar tegundar. Það mun veita þér innsýn í það hvers vegna ég geri allt þetta sem ég geri. Kenndu mér með ástríki og þolinmæði hvernig rétt hegðun er og farðu með mig á fund annarra hunda á t.d. hlýðninámskeið. Við munum skemmta okkur konunglega saman.
Ég er hvolpur og ég vil fyrst og fremst elska þig, vera með þér og þóknast þér á alla lund. Gerðu það gefðu þér tíma til að skilja á hverju hegðun mín byggir. Við erum líkir, ég og þú, finnum báðir til hungurs, sársauka, þorsta, óþæginda og ótta. En þó við séum líkir hvað þessi atriði varðar erum við einnig mjög ólíkrar gerðar og verðum því að læra að skilja hvor annan, líkamstjáningu, vísbendingar og hljóð, þarfir og langanir.
Dag einn verð ég myndalegur hundur sem þú vonandi verður stoltur af og elskar eins mikið og ég þig.
Með ástarkveðju,
Þinn hvolpur
Er heimilið þitt öruggt fyrir hvolp?
Áður en þú kemur með hvolp inn á heimili þitt verður þú að hvolpaprófa húsið þitt. Hvolpar eru eins og börn: Þau vilja kanna hvern einasta stað í húsinu, og þau vilja stinga hverju sem er upp í sig.
Hérna er einfaldur gátlisti til að ganga úr skugga um að húsið þitt sé öruggt fyrir komu hvolpsins:
Hreinsiefni og eitur
Vertu viss um að eitruð heimilisefni séu örugglega þar sem hvolpurinn nær ekki í þau.
Settir þú hreinsiefnið, þvottaefnið, bleikefnið, sótthreinsunarefnið, skordýraeitrið, hreinsivökvann, gróðuráburðinn, frostlögurinn, skordýraeitrið, rottueitrið og önnur eitruð efni í skáp eða á háa hillu? Þessi efni geta verið hvolpinum banvæn. Kannaðu plönturnar þínar
Margar plöntur inni og í kringum húsin okkar geta verið hættuleg hvolpinum þínum. Vissir þú að steinar í apríkósum og ferskjum, einnig í spínati og tómatjurtum getur gert hvolpinn veikan. kenndu hvolpinum því strax að láta allar plöntur í friði.Kannaðu húsið frá sjónarhorni hvolpsins.
Farðu á fjórar fætur og líttu í kringum þig. Eru einhverjar hættulegar rafmagnsnúrur, lausir naglar, plastpoki eða aðrir freistandi hlutir sem hvolpurinn getur náð í? Ef svo er vertu viss um að fjarlæga það strax. Hvolpar eru mjög forvitnir og gjarnir á að naga smáhluti og jafnvel kyngja þeim.Stigar og aðrar upphækkanir
Skildu aldrei hvolp eftir án eftirlits, hvorki inni né úti, úti á svölum eða á hárri upphækkun. Hvolpar, sama af hvaða tegund, eru svo litlir að þeir gætu runnið milli opa og dottið. Hvolpar þurfa að varast stiga, þeir eiga alltaf á hættu að detta niður. Gott ráð er að setja hlið í stigaopið. Varist einnig að láta unga hunda hlaupa upp og niður stiga.Baðherbergið
Hvolpar freistast oft í klósettskálsvatn. Þessi vani getur reynst hræðilegur til að venja af. Þetta er ekki aðeins vandræðalegt þegar vinir og vandamenn koma í heimsókn, heldur er klósethreinsir mjög skaðlegur. Ruslatunnan á baðherberginu er einnig hættusöm fyrir hvolp, ráðlegt er að hafa ruslatunnu með loki. Klósettpappír þykir oft mjög spennandi í augum hvolps, hafðu rúlluna þar sem hvolpurinn nær ekki í hana og kenndu honum strax að klósettrúlla sé ekki leikfang.Hurðar og húsgögn
Passið að loka alltaf eftir ykkur hurðum í þau herbergi sem hvolpurinn ætti ekki að vera í, sem og útidyrahurðum. Ef hvolpur sér opna útidyrahurð verður hann forvitinn og vill kanna spennandi umhverfið fyrir utan, hann gæti þá týnst, jafnvel slasað sig eða orðið fyrir bíl. Passið ykkur einnig að klemma ekki hvolpinn þegar hurðum er lokað, skottið gæti t.d. verið á milli. Varist hurðartekki því það lítill hvolpur getur slasað sig ef hann verður á milli. Ýmis húsgögn geta verið hvolpinum hættuleg, hann getur klemmst á milli, rekið sig í horn o.fl. Rafmagn
Taktu úr sambandi, fjarlægðu eða hyldu allar rafmagnsleiðslur á leiksvæði hvolpsins. Að naga þessa víra getur valdið brúnasárum í munni, rafmagnslosti og eldum. Það er einnig góð hugmynd að hylja rafmagnsinnstungur þegar þær eru ekki í notkun.Smádót
Hafðu hnappa, snæri, saumnálar, skæri og aðra beitta hluti þar sem hvolpurinn nær ekki í það. Ef hvolpur gleypir einhverra þessara hluta, gæti hann skaðast innvortis eða í munni, eða þeir getur fests öndunarveginum. Hvolpar geta einnig flækt sig í bönd, snæri eða jafnvel plasti af bjórkippu. Gott ráð er að klippa þessa hluti í sundur, áður en því er hent til að hindra slík vandamál. Varist að skilja barnadót eftir á gólfinu, þar sem að það er ekki hannað fyrir hunda og gæti reynst hættulegt. Rusl
Margir hvolpar og einnig eldri hundar hafa skaðast, jafnvel látist þegar þeir stelast í rusl. Í ruslinu gætu bæði verið matarafgangar sem hundurinn finnur lykt af og stelst í, enn einnig banvæn efni eða hlutir s.s. brotin ljósapera eða gler sem getur skaðað hundinn alvarlega. Passið að loka ruslinu vandlega, og hafa það þar sem hundurinn kemst ekki í. Ekki binda borða um hálsinn á hvolpinum þínum
Sumum finnst sætt að binda rauðan borða um hálsinn á hvolpum. Hvolpurinn gæti freistast til að naga borðann, sem gæti skaðað hann. Hann gæti einnig kafnað ef hann festir borðann í einhverju.
Gras
Ef hvolpurinn þinn á það til að narta í gras, vertu ekki óttasleginn. Ef grænmetis ávaninn heldur áfram og hann reynir narta í aðrar plöntur stoppaðu hann strax. Þessar plöntur geta veikt hvolpinn og gætu jafnvel drepið hann.
Rakki eða tík?
Skapgerð er einstaklingsbundin, uppeldið skiptir einnig máli.
Mjög misjafnar skoðanir eru á meðal manna hvort sé betra að fá sér rakka eða tík. Rakkar eru oft taldir vera með jafnara skapgerð og þeir eru oftast stærri en tíkurnar þó þau séu að sömu tegund og geta verið opinskárri og karakter meiri. Mögum finnst að auðveldara sé að eiga við tíkurnar og að þær séu húsbóndahollari. Tíkur fara á lóðarí (blæðingar) tvisvar á ári, það er partur af æxlunar-hringnum, hegðun þeirra getur þá breytist. Blóð kemur frá kynfærunum sem tíkurnar eru yfirleitt duglegar að þrífa, tíkin gefur einnig frá sér lykt sem laðar að rakka. Rakkar geta einnig stungið af í leit að lóðatík. Þeir eru stundum sagðir þrjóskari og meira ögrandi, og geta samið illa við aðra karlhunda. Í göngutúrum gera rakkar mörg piss stopp, með því merkja þeir sér svæði.
Þjálfun
Þjálfun ætti að byrja snemma og aukast síðan rólega. Ekki ofgera né misbjóða hvolpinum. Misjafnt er hvað hvolpar eru lengi að læra. Sína skal þolinmæði við alla þjálfun, og verið samkvæm sjálfum ykkur. Ekki beita hvolpi/hundi ofbeldi undir neinum kringumstæðum. Ekki refsa hvolpi, verið róleg og sínið honum hvers þið ætlist til af honum.
Gera skal hvolpum strax grein fyrir því hvað má og hvað má ekki. Notaðu skipunina ,,Nei” ákveðið þegar hvolpurinn gerir það sem hann má ekki. Hrósaðu hvolpinum einnig vel þegar hann gerir rétt. Ekki þjálfa hvolpinn of lengi í einu, frekar styttra og oftar. Að leika við hvolpinn er meira en bara gaman. Hvernig þú leikur við hann getur haft áhrif á hegðun í framtíðinni. Leikið rétt við hvolpinn, ekki fara í æsingarleiki, það ertir árásargirni og hann verður taugastrekktur. Farið frekar í þroskaleiki, látið hvolpinn leita að dóti eða nammi, sækja bolta, gera einföld brögð o.s.fr. Börn aðalega vilja oft fara í eltingaleiki við hvolpinn. Þetta sendir merki á rangan hátt um að ,,koma,” sem er ein af mikilvægustu þjálfuninni sem hvolpurinn getur lært. Mundu að spyrja sjálfan þig að þegar þú leikur við hvolpinn ,,hvaða hegðunarmynstur er ég að skapa?” Besti tíminn til að stoppa ranga hegðun, er áður en hún byrjar.
Það er mjög mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir vinni saman við að kenna hvolpinum að skilja hvers af honum er ætlast og að læra góða hluti. Allir ættu að tala rólega, að alvöru, og nota sömu skipanir. Ef allir í fjölskyldunni nota ólíkar skipanir, verður hvolpurinn ráðvilltur.Þegar hvolpur hoppar á gesti eða klifrar yfir fólk, er sú hegðun of misskilin sem ,,vinaleg hegðun hvolps.” Hvernig sem því líður er hopp og flaður ekki vinalegt eða sætt þegar hvolpurinn stækkar. Margir hvolpar bíta þegar þeir leika við aðra hvolpa og hunda og einnig þegar þeir leika við okkur. Kennið hvolpinum að nota ekki tennurnar í leik. Ef hvolpurinn bítur volaðu hátt ,,Áii” og gakktu burt, komdu síðan aftur eftir nokkra stund og haltu leiknum áfram, ef hvolpurinn heldur áfram að bíta endurtaktu þetta þá aftur, ef hann vill hafa þig í kringum sig og leika, þá á hann ekki að nota tennurnar. Einnig er hægt að nota aðra aðferð. Þegar hvolpurinn bítur gríptu í ólina hans, eða taktu á um trýnið á honum og segðu ákveðið ,,NEI.
Alltaf þegar þú gefur skipun, haltu augnsambandi og mundu hve mikilvægur tón raddar þinnar er.
Mundu öll þjálfun á að vera skemmtileg bæði fyrir þig og hvolpinn.
Þegar að hvolpurinn er orðin að minnsta kosti 3-6 mánaða, er eins og við höfum mælt áður með, gott ráð að fara á hvolpanámskeið. Jafnvel þótt hvolpurinn sé prúður og stilltur, er gott að styrkja sig, læra meira og hitta aðra hunda. Ef þú átt við þjálfunarvandamál að stríða geta einkatímar hjá hundaþjálfurum hjálpað mikið. Mundu að hlýðninámskeið er fyrir líka fyrir þig til að læra, líkt og fyrir hvolpinn. Gott ráð er að fylgjast með námskeiðum og spjallað við leiðbeinendur til að velja rétta staðinn fyrir ykkur áður en þið bókið.· Hvolpar og eigendur ættu að vera afslöppuð og ánægð. · Harðar refsingaraðferðir ættu ekki að vera notaðar. · Hávaði ætti að vera í lagmarki – Öskur er ekki nauðsinleg og mikið gelt getur gefa til kynna að hundarnir séu stressaðir. · Leiðbeinendur ættu að vera aðgengilegir, virka þeir vinalegir, áhugasamir og samkvæmir sjálfum sér? · Hvað eru margir hvolpar á námskeiðinu? Berðu saman fjölda þáttakennda og Leiðbeinenda. Geta þjálfararnir fylgst með öllum?
· Aðferðir ættu að henta hundi og eiganda. Nammi og leikföng hentar mörgum, sem og auðvitað lof og hrós.
tekið af hvuttar.net