Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Hvolpagrein

Hér er smá grein sem ég fann á öðru spjalli, fannst hún rosalega góð fyrir nýja hvolpaeigendur og ákvað að þýða hana og birta hana hér Wink
Væri kannski hægt að líma þetta fyrir nýja hvolpaeigendur sem eiga hér leið um Wink

- - - - - - -

Stundum finnst mér eins og ég eri ekki annað en að hjálpa fólki með hvolpa og vandamál sem koma upp. Fólk vill hjálp við að húsvenja, nögunarvandamál og allskyns önnur mál sem hefði mátt koma í veg fyrir með réttri umönnun og uppeldi frá byrjun, svo hér er smá greinagerð sem ég gerði sem hjálpar fólki vonandi að ala upp góðan hvolp sem verður að fyrirmyndar hundi og ætti að gera hann tilbúinn að læra allt sem þú villt kenna honum frá 4 – 5 mánaða

Till byrjunar Sú mikilvægasta ákvörðun sem þú tekur er valið á þeim ræktanda sem þú villt fá hvolp frá. Taktu þér þinn tíma, gerðu þína rannsókn og vandaðu valið vel. Þegar þú ert búin að finna ræktanda og veist hvenær þú færð hvolpinn í hendurnar þá er komin tími fyrir innkaupin. Hér er listi yfir þá hluti sem ættu að vera til á heimilinu:

Girtur Garður Ef þú hefur garð að þá er mjög gott að fjárfesta í góðri girðingu fyrir hundinn svo hann geti nú ekki komið sér í vandræði ef hann skyldi sleppa út úr húsinu. Fjárfestið í góðu efni og verið viss um að girðingin sé vel fest, munið bara að loka hliðunum

Búr að minnsta kosti eitt fyrir húsið og eitt í bílinn. Sjálfri finnst mér þægilegra að hafa plast búr í bílnum og vírbúr í húsinu. Ef þú hefur mörg búr í húsinu mun það einfalda líf þitt. Ég hef eitt í eldhúsinu, í stofuni og í svefnherberginu þegar ég er með lítinn hvolp

Barnahlið Þau eru ekki dýr og munu létta þér margann höfuðverkinn

Þolinmæði Hvolpar og hvolpaþjálfun geta verið þreytandi og pirrandi á tímum en reiði á sér engann stað í þessari þjálfun. Ef þú hefur stuttann kveikiþráð eða finnur að þú ert að fara að tapa skapinu settu þá hvolpinn í búrið, byrjaðu aftur þegar þér líður betur

Ábyrgð Að eiga hund er mikil ábyrgð, sama af hvaða tegund hundurinn er. Leitaðu þér upplýsinga um þína tegund. Fáðu þér bækur, talaðu við fólk sem þekkir til hennar, leitaðu á netinu. Því meira sem þú veist því betra. Þú skallt ávallt hafa hundinn í bandi þegar farið er út með hann. Byrja skal á þjálfuninni snemma og ávallt þjálfa oft á dag, en lítið í einu. Leggið áherslu á mannasiði og vingjarnleika. Ef ekki á að nota dýrið í sýningu eða ræktun geldið þau þau, nóg er af heimilislausum hundum án þess að bætt sé á. Hugsið vel um heilsu hundsins. Hafið með ykkur áhöld til að taka upp eftir hundinn HVERT SEM ÞIÐ FARIÐ. Litlir glærir pokar eru til á flestum heimilum og passa vel í vasa, en þetta er ein ástæðan fyrir því að hundar eru ekki velkomnir á marga staði. ALDREI skilja saur eftirliggjandi eftir hundinn.

Persónulegir hvolpa hlutir…
Ól, mikilvægt er að kaupa góða ól fyrir hundinn
Taumar, stuttann taum og flexi taum er þægilegt að eiga
Matardallar, mikilvægt er að hundurinn hafi sína eigin dalla, einn fyrir mat og einn fyrir vatn. Hundar hafa rétt á fersku vatni og því skal skipta um vatn a.m.k 1x – 2x á dag
Dótakassi, mikilvægt, ákveddu hvar hann á að vera og fylltu hann af áhugaverðu hvolpadóti og nagleikföngum

Nú er komin tími til að finna hvolpanámskeið. Finndu eins marga og þú getur í þínu nágrenni og fáðu að fylgjast með. Skráðu þig þar sem kennarinn er glaðvær, sömuleiðis hvolparnir og eigendur þeirra. Það hjálpar líka ef það eru framhaldsnámskeið og sá kostur að taka námskeið til að hundirbúa hundinn fyrir hlíðni ef það er það sem þú villt gera með hundinum sienna meir.

Ef þú hefur ekki þinn eiginn dýralækni þá er tími til að finna einn. Heimsóttu nokkrar dýralæknastofur, veldu eina sem þér líkar við og pantaðu ykkar fyrsta tíma. Upp á heilsufarsskoðun og hvolpasprautur

Nú er húsið tilbúið fyrir hvolpinn og stóri dagurinn fyrir hendi. Reyndu að sækja hvolpinn að morgni til og vertu viss um að eiga nokkra daga frí. Þetta mun virkilega hjálpa hvolpinum við að aðlagast nýjum aðstæðum þar sem hann mun hafa einhvern hjá sér fyrstu dagana á meðan hann er að læra á nýja staðinn. Þetta mun einnig vera gott fyrir þig þar sem fyrstu næturnar eru oftast svefnlausar. Þetta á við um flest alla hvolpa.

Það eru nokkrar lykilreglur sem fylgja skal þegar hvolpurinn kemur á nýja heimilið

1) Eftirlit Er Allt Ef þú getur ekki haft auga með hvolpinum allann daginn ættiru að hafa hann í búrinu sínu þegar þú ert upptekin, eða tjóðraðann við beltið þitt í tveggja metra löngum taum. Hvolpar sem eru ekki undir hundrað prósent eftirliti læra óæskilega hegðun sem getur orðið að vandamáli seinna, notið barnahliðin til að halda hvolpinum í sama herbergi og þið eruð í ef hann er ekki tjóðraður eða í búrinu sínu.

2)Teiknið það upp Regluleg áætlun mun hjálpa öllum. Vaknið á sama tíma, látið hvolpinn sofna á sama tíma, gefið mat á sama tíma og hafið auga með hversu margar ferðir út þið eruð að fara. Hvolpar þurfa að fara út um leið og þeir vakna og á 2ja til 3ja tíma fresti yfir daginn. Það er ÞITT STARF að sjá til þess að HVOLPURINN SÉ ÚTI á réttu svæði þegar hann þarf að gera þarfir sínar. Það er EKKI starf hvolpsins að láta þig vita. Þú mátt aldrei vera áhamingjusamur þó að hvolpurinn mígi inni. EF það gerist þá er það ÞÉR að kenna. Fylgstu betur með honum, hafði skrá yfir þarfir hvolpsins og hafði hann úti eins oft og hann þarf að fara

3) Haldið áfram að húsvenja Já, þetta þýðir að í HVERT sinn VERÐURU að fara út MEÐ hvolpinum. Hafið ÁVALLT hundanammi eða eitthvað sem hvolpinum finnst gott í vasanum. Frá þér kemur allt got tog því fyrr sem hvolpurinn lærir það því betra. Í hvert sinn sem þú ferð út með hvolpinn segðu hressilega, rétt áður en þú opnar hurðina “Viltu fara út?” þegar komið er út á pissustaðinn, hafðu hljótt um þig. Leyfðu hvolpinum að einbeita sér og þefa. Um leið og hann byrjar skaltu segja það orð sem þú hefur valið fyrir þetta, t.d nota ég orðið ‘pissa’ þegar hvolpurinn pissar og ‘kúka’ þegar hann kúkar. Ef þú nefnir gjörninginn um leið og hann gerist þá mun hvolpurinn læra það á nokkrum dögum, mun það festast í hausnum á honum og koma sér vel seinna meir.
Þegar hvolpurinn er byrjaður að pissa stattu hjá honum og segðu hljóðlega ‘pissa… pissa..pissa’ þangað til hann er búinn, þá skaltu troða bragðgóðu nammi upp í hann og fara inn að leika. Ef þú hefur venjulegan hvolp og ef þú fylgist með, verðlaunar með nammi þá eru flestir hvolpar farnir að míga á skipun eftir 10 daga. Stundum minna

4) Slys Gerast Ekki hafa áhyggjur af þeim, Þrífðu þetta bara upp og ekki hugsa of mikið um þetta. En EF þú kemur að hvolpinum á þeirri stundum sem hann er að þétta á ser, klappaðu höndunum saman og segðu ‘Nei, ÚT!’ taktu hvolpinn ú tog flýttu þér með hann út, ef hann klárar úti þá skaltu hrósa honum eins mikið og þú getur, farðu svo inn og þrífðu, en ef ekki þá bara það. Það mikilvægasta við að húsvenja hvolp er að verðlauna þegar hann er úto og hafa auga með honum þegar hann er inni við, reyna að hafa hvolpinn eins mikið úti og hægt er þegar hann þarf að léetta á sér. Að refsa hvolpinum þegar hann gerir þarfir sínar inni kennir honum bara að fela sig þegar hann þarf á klósettið

5) Búr eru Bjóðandi Búrvaninn hundur hefur marga kosti yfir þann félaga sinn sem ekki er búrvaninn. Hann getur ferðast auðveldlega með þér og mun ávallt vera velkomin þar sem hann getur verið hljóður og ef hann er í búrinu er hann ekki fyrir öllum. Búrvandir hundar eru einig undir minna stressi og jafna sig fyrr ef þeir eru hafðir í búrunum eftir veikindi eða aðgerðir. Þeir geta slakað á og einbeitt sér að batna þar sem þeir eru ánægðir á sínum stað. Vertu góður leiðtogi fyrir hvolpinn þinn og kenndu honum að slaka á í sínu eigin persónulega rúmi.
Mér finnst gott að hafa búr á nokkrum stöðum í húsinu, eitt í eldhúsinu, eitt í stofunni og eitt við rúmið í svefnherberginu. Svefntíminn er góður tími til að kynna hvolpinn fyrir búrinu. Setjið hvolpinn þanngað inn með bragðgóðu nammi og vertu viss um að vera með nammi fyrir hvolpinn í vasanum á þeim fötum sem þú ferð í næsta morgun. Hafðu Búrið við hliðina á rúminu þar sem þú getur látið hendina dangla niður og leyft hvolpinum að þefa af henni ef þörf er á. Leiðréttu öll gel tog væl. Leiðréttingar ættu að vera þannig að þær trufli það sem hvolpurinn era ð gera, ef leiðrétting á væli er þörf segðu þá Nei! Og um leið og hvolpurinn er þagnaður segðu þá ‘Góð þögn’ og þar með fer hvolpurinn að læra nýtt orð, þögn, góður hvolpur.
Að hylja búrið getur stundum hjálpað við væl og eins og í öllum öðrum þjálfunar atriðum vertu góður, strangur og samkvæmur sjálfum þér.
Aldrei hleypa hvolpinum úr búrinu þegar hann vælir, þá kenniru honum að ef hann vælir nógu mikið þá er honum hleypt út. Ef orð hafa engine áhrif, þá er hægt að slá létt í búrið en ef það virkar ekki heldur þá er allra síðasta úrræðið að nota sprey brúsa, vertu viss um að vera með hreinann brúsa og notið einungis vatn. Um morguninn þegar tími er á að fara út íg arð, HALTU á hvolpnum og berðu hann beint út. Flestir hvolpar geta ekki haldið í sér lengi eftir nóttina og myndu byrja að míga um leið og þeir eru komir úr búrinu ef þú heldur ekki á þeim

6) Vertu leiðtoginn Hundar gera ekki og munu aldrei skilja né lifa í lýðræðis samfélagi, það ER Goggunarröð. Ef þú kemur þér ekki í stöðu leiðtoga að þá mun gáfaður hvolpur koma sér í þá stöðu. Vertu Góðlátur, Gefðu hvolpinum þínum þá þjálfun sem hann þarfnast til að geta vaxið úr grasi og verða góður og vel aðlagaður hundur. Komdu hundinum þínum í þjálfun SNEMMA, Ekki seinna en 16 vikna, 12 vikna er betra. Það er mikið til af góðum greinum og sögum um uppeldi og þjálfum og hvernig skal fara að því að hjálpa hundinum að finna sinn stað í fjölskyldunni.
Lestu þig til, Finndu upplýsingar, spurðu spurninga. Taktu stöðunni sem leiðtoga og þú og hvolpurinn verðið báðir ánægð að þú hafir gert það. Vandamál varðandi hver er leiðtoginn er mikið auðveldara að koma í vegfyrir en að leiðrétta. Skipulag og leiðtogi í lífi hvolpsins mun koma í veg fyrir flest þau vandamál.

7) Farið út og gerið eitthvað! Umhverfisvenjun er virkilega mikilvægur hluti í þroska svo hundurinn þinn geti verið góður hundur. Þetta er nokkuð sem VERÐUR að gerast þegar hundurinn er á milli 7 – 20 vikna, þetta tímabil kemur ekki aftur og ef þú missir af því þá verðuru allt líf hundsins að reyna að bæta ykkur það upp. Þú og hundurinn þinn ættuð að fara frá húsinu að minsta komsti 3x í viku. Hafði með smákökur. Farið þar sem fólk er. Það er auðvelt að fá fólk til að klappa sætum hvolp. Gerið þetta oft. Tvinnið í þetta smá hlýðni æfingar. Slípið hegðun hvolpsins gagnvart gestum. Á þessum tíma kenni ég hvolpum ‘SITTU fyrir gestinn’ Góður hvolpur ‘ENGAR TENNUR við gestinn’ Góður hvolpur ‘Horfðu á mig þegar ég segi nafnið þitt’ Góður hvolpur. Með þessu ertu að byggja traustann grunn fyrir það sem koma skal, og kennir byrjunina á athygli undir truflun. Hafðu stjórn á kynnunum. Taktu hvert tækifæri til að ná fram þeirri hegðun sem þú villt. (JÁ góður hvolpur!) (Nammi) og eyddu þeim sem þú villt ekki (NEI!) (beina athygli annað og verðlauna.) Verðlauna hið góða og leiðrétta hið slæma með orðum eða mjúklega líkamlega stjórna hvolpnum frá því sem þú villt ekki. Þetta er auðvelt þegar hvolpurinn er 12 vikna, en ekki alveg jafnauðvelt þegar hann er orðin 6 mánaða, þó það fari nú eftir því hvaða tegund þú hefur fengið þér. Ekki ýta undir þá hegðun sem er sæt í litlum hvolpum en ekki svo sæt þegar hundurinn er orðin mikið stærri. Ekki kenna hundinum að það sé í lagi að draga hausinn í burt frá þér þegar hann er með eitthvað í kjaftinum sem hann ætti ekki að vera með. Léttur ofanverður þrýstingur á ól mun láta hvolpinn sleppa hverju sem hann hefur í kjaftinum. Fylgstu með. Um leið og hundurinn sleppir því sem hann hafði uppí sér segiru ‘Sleppa’ og hvolpurinn lærir enn eina mikilvæga skipun

8 ) Innkall skall vera rétt ef þú gerir það þá mun hundurinn koma þegar kallað er á hann, jafnvel í verstu truflununum. Leikið kall leiki við hvolpinn sem oftast. Hafði hóp af fólki standa í kring með nammi. Látið ein kalla á hvolpinn og gefið nammið þegar hvolpurinn kemur. Ein manneskja heldur hvolpinum og beinir hausnum í áttina af þeim sem ætlar að kalla næst. Kallarinn hefur nammið í hendinni, þegar hundurinn horfir kallið Hvolpur, hvolpur, hvolpur!, Brosið, klappið höndunum. Þegar hvolpurinn hefur tekið stefnuna að þér og er komin á fulla ferð til þín, þá og AÐEINS þá skaltu kalla á hvolpinn t.d. ‘Snati Komdu!’ Haltu hendinni að þér. Ekki teygja þig í átt að hvolpinum, hvolpurinn má ekki fá nammið fyrr en þú hefur náð taki á ólinni hans, þetta kemur í veg fyrir ‘hrifsa nammið og æða burt’ leikinn. Þegar hvorpurinn hefur fengið nammið, klapp og lof skal honum beint að næstu manneskju. Hvolpar og manneskjur ELSKA þennann leik.
ALDREI kalla á nema þú hafir eitthvað gott að gefa. ALDREI kalla á hundinn fyrir eitthvað slæmt. Ef þú ert í vafa Farðu og sóttu hvolpinn. Kallið og að koma til þín á að vera ánægjuleg reynsla. Ef þú ert varkár þá geturu gert sterk og traust viðbrögð sem geta bjargað lífi hundsins einhvertíma. Vertu varkár, það tekur aðeins tvö mistök til að eyðileggja annars ánægjulegt innkall. Æfið daglega, hafið þetta skemmtilegt.

9) Þjálfun, Engin Kvörtun þú getur byrjað að þjálfa hvolpinn sama dag og þú færð hann. Verðlaunið hvolpinn í hvert sinn sem hann lítur upp á þig, sérstaklega ef þú hefur kallað nafn hans. Verðlaun geta verið margt. Lof, bros, nammi, klapp. Leitaðu eftir augnsambandi við hvolpinn og verðlaunið það oft. Kennið sestu, niður og standa snemma. Þetta er auðveldlega gert með jafnvel hina minnstu hvolpa sérstaklega ef notað er nammi. Engar hendur eru leyfðar. Hafið nammið á milli vísifingur og þumals svo hvolpurinn geti fundið af því lyktina en ekki náð því. Látið hann fá áhuga fyrir því.

Leggið fingurna með namminu Á nefið á hvolpnum. Færið það svo hægt aftur að skotti hvolpsins. Um leið og nefið fer upp þá fer rassinn niður og hvolpurinn situr. UM LEIÐ og hann sest segið ‘Sestu’ eða ‘Sit’, ‘Góður Hvolpur, og gefið nammið. Munið EKKI SNERTA nema þegar hrósa á hvolpnum eftir hann settist. Endurtakið 3x og gerið þetta 3x daglega. Þegar hvolpurinn er farinn að setjast nokkuð örugglega þá er hægt að kenna niður.
Þegar hvolpurinn situr, snertið nefið á hvolpnum með beituna milli fingranna og látið þá renna beint niður bringu hvolpsins og beint út frá loppunum, HÆGT, verið þolin móð, ekki segja neitt, þtta gæti tekið nokkrar atrenur. Ef hvolpurinn missir áhuga reynið þetta ´a aftur seinna. Flestir hvolpar munu fljótlega leggjast og fara að sleikja hendina þar sem namið er, segjið strax ‘Niður/Leggstu/Ligg (þá skipun sem þið veljið) Góður hvolpur og gefið nammið. Núna kann hvolpurinn tvær undirstöðuskipannir sem svo margt annað byggist á. Margir hvolpar læra þetta á nokkrum mínútum og það er svo spennandi og gefandi að sjá þá læra! Og þegar þú hefur kennt þeim að sitja þá er fljótlega hægt að bæta við Standa.
Hafið hvolpinn sitjandi, haldið nammiðnu á nefi þeirra og lauslega snertið eða kitlið hvolpin í tærnar á afturlöppunum. Þú gætir þurft að aðstoða hann fyrst um sinn með að lyfta honum aðeins, og hvolpurinn ætti að standa, um leið og þetta era ð gerast segið ‘Standa, góður hvolpur’ og gefið nammið.
Svo ef þú ferð svo með hann á námskeið hann hann að sitja, liggja, standa og koma á skipun… hver á eftir að vera stjarnan á námskeiðinu? ÞÚ Wink

10) Upp með dótakassann Hvolpar VERÐA að fá að naga. Þeir verða að hafa aðgang að áhugaverðum hlutum til að naga öllum stundum. Jafnvel sem hvolpar verðuru að vera mjög vandlát á það sem þú lætur hvolpinn þinn hafa og verður að velja eitthvað sem hentar þeirri tegund sem þú ert með. Sumir hundar naga rosalega mikið og eyðileggja um leið og þeir fá beinið/dótið aðrir geta verið marga mánuði og jafnvel átt sum leikföng ævilangt.
Það er mjög gott að eiga fullann dótakassa, hundurinn skal ávallt hafa aðgang að nagbeinum en þú stjórnar leikföngunum og það skal leikið á þínum tíma, þegar þú villt einnig er sniðugt að leika með sama dótinu í 1 – 2 mánuði og skipta því svo út fyrir eitthvað annað í kassanum, þannig verður leikurinn fjölbreyttari og skemmtilegri fyrir hundinn.
- Tómar gosflöskur hafa sannað sig á vinsældar listanum og finnst mörgum hundinum það vera langskemmtilegasta dótið.

Í hvert sinn sem hvolpurinn er að þefa eða setur kjaftinn utan um eitthvað sem hann á ekki að hafa skaltu leiðrétta hann munnlega (Nei! Sleppa)
Að Leiðrétta hvolp á alltaf að trufla röngu hegðunina. Taktu hann svo glaðlega að dótakassanum og finndu eitthvað sem hann má vera með. Flestir hvolpar læra á dótakassann fljótt og hlaupa þá að honum þegar þá vantar eitthvað. Þeir þurfa samt einstaka sinnum hjálp eða áminningu þegar þeir eru að naga rangann hlut. Ég leiðrétti líkeþegar þeir horfa of mikið eða þefa af sófaborðinu og fer með þá að dótakassanum
Ekki gefa hvolpnum nein tækifæri til að gera mistök og naga ranga hluti í húsinu. Hafðu hlutina á sínum stað. Lokaðu hurðum. Notaðu barnahlið og búr. Margir hundar verða kvíðnir þegar þú ferð í burtu og að naga er þeirra aðferð til að létta á kvíðanum sem verður til þess að þeir fara að naga eitthvað með þinni lykt til að hugga sig.
Þessi nag-árátta er kölluð ‘sjálf verðlaunandi hegðun’ en ef hann er hafður í búrinu með sín eigin nagbein kemur þetta náttúrulega ekki fyrir.
Að refsa eða leiðrétta hund fyrir eitthvað sem gerðist þegar þú sást ekki tile r ekki til neins. Það mun einungis eyðileggja traustið sem þið voruð að reyna að byggja og mun ekki hafa nein áhrif á þeirra hegðun. Mundu, þegar þetta hefur gerst getur þú aldrei tekið burt þau verðlaun sem hundurinn fékk sjálfur fyrir að láta kvíðann sinn hverfa.
Í hvert sinn sem hundurinn fær að naga eitthvað sem hann á ekki að naga eykur það líkyrnar á að það muni gerast aftur. Ekki taka neina sénsa. Láttu hundinum þínum vegna vel og notaðu búr til að tryggja öryggi hans þegar þú ert ekki heima.

11) Æfing er Æði Þreyttur hvolpur er Góður hvolpur. Þvingaðar æfingar (hlaup, skokk) ætti að bíða þar til eftir 18 mánaða aldruiinn hjá stórum hundum og taka á röntken af olnbogum og mjöðmum til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi og engin hætta verði á sköðum. En hvolpurinn þarf nógan tíma til að leika sér og vera aktívur. Ferskt loft og útivera er mjög mikilvæg fyrir hvolp sem er að vaxa. Farðu í stuttar göngur um hverfið. Kastið leikföngum fyrir þá og hafið þá í flexi taum. Hafið nokkur stykki af sama leikfanginu og kennið hvolpinum að koma aftur til þín og ‘skipta’ fyrir það sem hann er með í kjaftinum. Þú getur einnig skipt með nammi. Ekki teygja til til hundsins og ekki reyna að taka neitt úr kjaftinum á honum, þess í stað skaltu bjóð honum annað dót eða nammi í skipti. Haltu hlutnum sem þú vilt skipta á þétt að þér og gerðu það að markmiði þínu að snerta ólina í hvert sinn sem þið skitpið. Í hvert skipti sem hann sleppir hlut segiru ‘sleppa’ þetta er frábær æfing sem kennir sækja, sleppa, hjálpar til við innkallið, setur þig í betri stöðu varðandi leiðtogun og er mjög skemmtileg og góð æfing fyrir hvolpinn. Þegar hann er farinn að koma til þín skilyrðislaust þá geturu farið að minnka notkun taumsins og prófað að vinna með hann á girtu svæði. En hafði í huga að vinna með taum gefur þér strax stöðu til að hjálpa hvolpinum að taka réttar ákvarðanir

12) Ekki láta stjórnun gera útaf við þig Taktu stjórnina af hvolpinum. Ef ÞÚ er ljúfur, strangur, samkvæmur sjálfum þér og góðviljaður leiðtogi mun hvolpinum ekki finnast sem hann þurfi að taka við stjórn í einhverjum stjórnlausum aðstæðum. Her eru leiðbeiningar um það hvernig þú getur orðið dáður leiðtogi hvolpsins

Þú Ert við Stjórnvölin stjórn og viðráðanlegar aðstæður er nokkuð sem er mikilvægt í lífi hvolps svo hann geti slakað á. Þar til hann er orðin eldri ætti hann að sofa í búri á hverri nóttu svo hann sé öruggur og sama fer um húsgögnin þín. Kenndu hvolpinum að fara ekki úr búrinu fyrr en þú segir að það sé okey. Stundum kennir vel tímasett lokun á hurðinni þetta eins og skot. Í hvert sinn sem hleypa á hvolpinum út úr búrinu segiru honum að ‘bíða.’ Opnaðu hurðina aðeins og ef hvolpurinn ætlar að æða út skelliru henni aftur, eða nóg til að gera smá hljóð, passa bara uppá að hvolpurinn, loppa eða trýni verði á milli, segir aftur bíða, og opnar aftur aðeins og bíður smá stund, ef hann bíður enn opnaru upp á gátt og hleypir honum út. Hið sama á við hurðir og hlið. Hvolpurin á að bíða þar til þú segir að það sé í lagi. Taktu hvert tækifæri sem gefst til að hrósa hvolpinum fyrir að gera það sem þú villt. Þú skallt hundsa eða draga athyglina annað frá óæskilegri hegðun. Leiðrétting ætt að minnsta kosti að trufla þá hegðun.

Fóðrað til Frægðar Leiðtoginn sér fyrir sínum. Matur kemur frá þér. Hvolpurinn ætti að læra að sitja áður en þú setur skálina hans niður.
Ekki leyfa hvolpnum að betla meðan þú borðar. Ef hann er of lítill til að læra það hafði hann þá í búrinu meðan þú ert að borða. Ég urra og horfi beint í augun hans á meðan ég er að kenna mínum hvolpum að betla ekki, og það VIRKAR. Ef hvolpurinn starir á þig meðan þú borðar, náðu augnasambandi og frjóstu, sittu beinn í baki. Ef hvolpurinn er enn að stara á þig skaltu halda augnsambandinu, píra augun og urra. Ég hef enn ekki hitt hund sem þetta virkar ekki á, þeir munu líta undan og finna eitthvað annað til að gera.

Þjálfum þennan heila Leiðtogar njóta virðingar og þeim verður að hlýðnast. Vertu strangur en sanngjarn þjálfari.
- Leiðtogar ganga þar sem þeir vilja og hinir óæðru eiga að víkja. Ekki ganga yfir eða í hringum hundinn þinn, ef hann er í vegi þínum þarf hann að færa sig

Tönn og Nögl Ekki leyfa nart né flaður. Kenndu hvolpnum að sitja þegar honum er heilsað af þér sem og öðrum. Leiðréttu nartið snemma (fyrir 12 vikna aldur) með munnlegri réttingu (Áááááii!) og gefðu honum eitthvað sem hann má naga sem er ekki hendin á þér. Stoppaðu þetta fyrr ef það er að færast úr böndunum, leiðrétta með orðum og gefa leikfang í staðinn.

Ef þetta virkar ekki….

Upp frá Byrjun Leiðréttu hvolpinn þinn af nartinu eða öðrum alvarlegum brotum með að taka þétt tak á lausu húðinni á toppnum á hálsinum sem teygjist niður á konnar, neyddu augnasamband og skammaðu í lágri en strangri rödd ‘Ekki Bíta!’ leitaðu eftir merkjum um undirleitni eins og að sleikt sé út um, eyrum lögð alveg aftur, litið sé undan eða framlappir reistar upp. Hafðu stjórn á höfði hvolpsins þar til hann slakar á og gefur þér eitt af þessum merkjum. Slepptu þá hvolpnum og hundsaðu hann í nokkrar mínútur, ekki sættast eða segja ‘fyrirgefðu.’ En þessa leiðréttingu skal ALDREI nota nema fyrir hin alvarlegustu hegðunarbrot. Leiðréttingar eiga að minnsta kosti að trufla slæmu hegðunina. Leiðtoginn nýtur mikillar virðingar og bregst við í samræmi við brotin sem framin eru.

Höfuðlausnin Að stjórna hausnum er að stjórna hundinum. Kenndu hvolpinum að leyfa þér að stjórna hausnum á sér. Gríptu stutt um trýnið, verðlauna. Hægt og sígandi skaltu lengja þann tíma sem þú heldur utanum trýnið. Smám saman skaltu auka tímann sem þú heldur utan um trýnið. Seinna skaltu blanda saman við að hreyfa hausinn upp, niður og til hliðanna. Höfuðstjórnun er mjög mikilvæg fyrir margahluti, en sérstaklega fyrir dýralækna heimsóknir og ef þú ætlar að sýna hvolpinn. Kenndu munnstjórn á sama hátt, byrjaðu með því að lyfta upp vörunum, stutt í einu, verðlauna, smátt og smátt lengja tímann og svo vinnuru þig upp í það að geta skoðað allar tennurnar í kjafti hundsins. Sömu aðferð skal nota til að fá að handleika fætur, eyru og eistu á karlhundum. Hundar eiga að venjast því að láta handleika alla hluti líkamasins snemma.

Að þjálfa hundinn til að vera góður og vel agaður borgarbúi tekur tíma og skuldbindingu. Hver og einn hvolpur hefur rétt á menntun sem hann þarf til þess að vera vel aðlagaður ungur hundur.
Mörg þúsund hunda deyja á hverju ári einungis vegna þess að enginn gaf sér tíma til að kenna þeim og sýna þeim hvernig á að haga sér í okkar manna heimi. Ég bið ykkur um að rannsaka vel og skilja það að góður hundur verður ekki bara til. Þeir eru GERÐIR. Ef þú velur hund frá góðum ræktanda áttu von á að fá skapgóðann hund sem getur orðið góður fjölskyldu og í sumum tilfellum jafnvel vinnuhundur og það ert þú sem þarft að þróa upp þessa kosti. Hundurinn sem þú endar með mun stjórnast á því hvernig þú ferð að honum fyrsta árið eða svo í lífi hans, bæði varðandi umhverfis- sem og venjulega þjálfun. Einnig er til gamallt máltæki sem hefur mikinn sannleik í sér “Þú endar alltaf með þann hund sem þú átt skilið”
Þessi grein er bara byrjunin þá því sem koma skal og hvernig skal koma sér af stað. Welkomin í þessa yndislegu ferð. Vertu vakandi fyrir því að þetta stendur snöggt yfir og hvolpalátunum lýkur eins og hendi væri veifað. Hundarnir gefa okkur svo svo mikið og biðja um svo lítið í staðinn. Njótið ferðarinnar, Takið mikið af myndum, bítið á jaxlinn og vinnið mikið með hvolpnum fyrstu 18 mánuðina. Þú munt fá þín laun í hvert sinn sem þú lítur svo í þessi yndislegu augu hundsins þíns.

By Rebekah L. Pless
Free for use by anyone as long as proper author credit is given
COPYRIGHT © 2004 Rebekah L. Pless All Rights Reserved

tekið af hundaspjalli