Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Aðgerð

18. apríl 2011 | geisla

Á morgunn er komið að aðgerð hjá Sóldísi en það á að laga hnéskelina öðru meginn. Vona ég svo sannarlega að það gangi að óskum megið endilega hugsa fallega til hennar.

Undanfarið hefur verið mikið um veikindi hjá einum naggrís og einum fugli hjá mér og voru það nokkrar dýralækna ferðir. Fuglinn dó aðfara nótt föstudags eftir 2 daga veikindi, ég var þá búin að vera að gefa honum ungahraut á 2klst. fresti en það bara dugði ekki til :( Naggrísinn var búin að vera veikur mun lengur og var ég búin að vera að mata hana með barnamat í 1,5vikur og búin að fara 2 með hana að láta klippa tennurnar en það bara dugði ekki til hún gat ekki borðað sjálf svo ég fór með hana upp á dýraspítala á föstudaginn og lét svæfa hana enda var það það eina í stöðunni. Það versta er að þetta var best naggrísinn minn og besti fuglinn minn.

Núna eru verkefnin í fullum gangi í skólanum en sem betur fer er ég núna á síðasta verkefninu og vonast ég til að klára það á morgunn, síðasta lagi á miðvikudaginn. Þá getur prófalesturinn hafist. Seinna prófið mitt er 3.maí og þá fæ ég sumarfrí í einn dag og fer svo að vinna 5.maí sem er bara gaman :)

Veðrið hér á Íslandi er mjög óákveðið þessa dagana og er snjór, rigning og sól til skiptist maður veit aldrei hvernig veðrið er þegar maður vaknar.

Aris er farin aftur til Hrefnu Bjarkar og Sóldís komin til mín því hún verður hér á meðan hún er að jafna sig eftir aðgerðina.

Knús á ykkur sem nennið að lesa bloggið mitt, megið endilega kvitta :)

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).