Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Ganga í Guðmundarlundi

4. apríl 2011 | geisla

Ég og Bryndís sysitr fórum í göngu í gærkvöldi með hundana í Guðmundarlundi. Fínasta ganga og í endann fengu þær að leita af nammi og Bryndís var aðeins að þjálfa Arisi og Draumey.

Við Draumey kláruðum smellu kúnstir námskeið á laugardaginn en þetta hafa verið 6 tímar og það eru sko framfarir á Draumey. Hún er orðin mjög klár að leggjast og notar þá æfingu frekar en setjast t.d. ef hún vill fá nammi. Svo kom hún kennararnum gjörsamlega á óvart og hoppaði yfir hindrun í fyrstu tilraun og fór meira segja yfir á einum hærra litla skottan, svo fór hún í gengum hring líka. Hún var alveg æðisleg í þessum síðasta tíma og var í augnsambandi allan tímann nánast.

Ég var aðeins að æfa bíða með henni og var það alveg farið að ganga ágætlega en þetta er mjög erfið æfing fyrir hana.

Seinnipartinn á laugardaginn fór ég svo með Draumey á lífsleiki námskeið þar sem hún lærir að umgangast hunda og menn og gekk sá tími mjög vel líka. Ég sé alveg mun á henni eftir að  við byrjuðum á því námskeiði hvað hún tresystir mér betur núna (að ég setji hana ekki í slæmar aðstæður) og hún orðin öruggari með sig.

Ekki lengra í bili

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).