Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Langt langt síðan síðast

27. mars 2011 | geisla

Við Aris fórum í Brons próf í dag. Fengum 128 stig og þar af 4 tíur :) En því miður klikkaði síðasta æfingin að liggja í 2mín og því fengum við ekki brons merkið en við vorum samt í 2 sæti (af 7 hundum) á eftir Uglu vinkonu okkar :)

Við ætlum sko aftur í maí enda vorum við mjög nálægt því að ná :)

Sóldís er flutt til mömmu og pabba og ég er því með Arisi og Draumey og gengur mjög vel passa mjög vel saman :)

Við Draumey erum búnar að vera á klikker námskeiði, bara 1 tími eftir og hefur gengið ágætlega ég þyrfti bara að vera duglegri að æfa heima. En hún er orðin mjög góð í að leggjast svo er hún búin að læra að snúa í hring og fara í bælið á skipun. Aðeins búin að æfa líka að snerta mark (snerta putta) og fleira sem gengur mis vel.

Við erum svo líka á lífsleiki námskeiði sem er svona til að hjálpa hundum sem eru ekki góðir hræddir/óöruggir í kringum aðra hunda. Mjög ánægð með það námskeið og er alveg að sjá mun á henni :)

Ég sýndi Draumey í mars og fékk hún Very good en gekk mjög vel að sýna hana og var ég mjög sátt með það :) Set inn dóminn seinna.
Ótrúlegt en satt þá fer skólinn nú bara að klárast og við taka prófin eins og mér finnst hann vera ný byrjaður.

Ég er farin að vinna aftur á leikskólanum og er þar tvo seinniparta í viku, finnst æðislegt að vera komin aftur þanngað :)

Jæja ekki lengra í bili

Posted in Óflokkað

2 ummæli

 1. Fjóla

  hæ og takk fyrir að blogga aftur :D .

  Þú verður að segja mér fréttir af hundunum t.d. afhverju ertu komin með Arisi aftur???
  Þú verður að gefa mér fréttir stelpa ;D.

  Knúsar Fjóla

 2. geisla

  Ef ég á að segja eins og er þá bara hentar Aris ekki systir minni hún er meira fyrir að horfa á sjónvarpið og læra en ég er meira fyrir að vinna með hundana þannig þetta er best fyrir alla svona :)
  Aris og Draumey eru rosa góðar vinkonur og hafa verið frá því Draumey hætti á spena 5.vikna.