Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

http://blog.eyjan.is/ragganagli/2010/10/22/blodraud-eyru-og-krepptir-thjohnappar/

24. október 2010 | geisla

Blóðrauð eyru og krepptir þjóhnappar

Bölsót eru ær og kýr Naglans þar sem engin eru húsdýrin.

Ef það er eitthvað sem fær eyrun til að sjóða og þjóhnappana til að herpast er þegar sárasaklaus óupplýstur pöpullinn er troðfylltur eins og aligrís um jól af endemis þvælu og bulli.

Aumingjans fólkið veður svo um í villu og svíma varðandi líkama/fitutap/uppbyggingu og tekur mis gáfulegar ákvarðanir í kjölfarið sem í flestum tilfellum mistakast. Þannig er viðhaldið frústrasjón og vantrú á eigin getu til árangurs og trúin á skyndilausnir styrkt.

“Alls ekki borða kartöflur, þær eru fitandi.” Naglinn hefur heyrt þetta afdala kjaftæði nokkrum sinnum undanfarið.  Já einmitt,, einföld unnin kolvetni og transfitur hafa ekkert með aukakílóin þín að gera…. Hljóta að vera allar helv… kartöflurnar.  Í alvörunni?? Trúir fólk þessu??

“Ég trúi ekki að þú borðir rétt áður en þú ferð að sofa! Allt sem þú borðar eftir kl. 19 á kvöldin mun strax breytast í fitu meðan þú sefur.“ Ef þú treður þig út af kolvetnum rétt fyrir svefn þá kannski… en rétt næring fyrir svefn heldur þér í bullandi uppbyggingu í staðinn fyrir að svelta maskínuna í 12-14 tíma og lenda í niðurtætingu á kjöti.

Og nýjasta bullið þessu tengt sem dundi á blóðrauðum eyrum Naglans: “Ef maður fer að sofa um leið og það kemur myrkur og vaknar kl 6 þá grennist maður hraðar af því að það hægist á brennslunni í myrkri” Þannig að Íslendingar og aðrir á norðurhjara veraldar hljóta að hríðhorast á sumrin en tútna á veturna í öllu þessu fitandi myrkri.

Það er alls ekki gott að borða mikið af kjöti, frekar borða meira grænmeti.”  Ööö?? Af því að kjöt er svo óhollt með allar fullkomnu aminosýrurnar, járnið, sinkið, B-vítamínið? Ekki nema fólk sé nagandi svínakótilettur og rif þar til tennurnar detta úr því þá er kjöt ekki bara meinhollt heldur nauðsynlegt.

Prótein stykki eru fín sem millimál”  Alveg hreint rífandi hollusta, næstum jafn heilnæmt í kroppinn og Snickers, sjá hér.

“Ef ég fæ mér Special-K í morgunmat þá þarf ég ekki að borða aftur fyrr en í hádeginu.” Af hverju að sleppa yndislega morgunkaffinu?  Svo ekki sé minnst á að næringin úr Special K er mest megnis einföld kolvetni og blóðsykurinn í rússíbana og hann fellur langt niður fyrir normalmörk svo miðmorguns ertu froðufellandi af hungri.

Aldrei drekka vökva með mat.  Til þess að matur nýtist sem eldsneyti þarf að borða hann einan og sér. Vökvi eyðileggur meltingarensímin”  Hhhmmm…sem þýðir að rotinn matur safnast í þörmunum og nýtist ekkert hjá þeim sem dirfast að bleyta í matnum í skoltinum.  Sá kjaftur sem er þurrari en ljósritunarpappír í gegnum máltíðina, hann vinnur fitutaps keppnina… Úfff… Naglanum fallast hendur.

Líkaminn getur ekki unnið vatn sem er kaldara en stofuheitt. Það hindrar fitutap að hafa það of kalt” Og hvað gerist? Safnast vatnið líka upp í innyflunum þar til það fer að renna út um nasir og eyru ef þú dirfist að snúa krananum í átt að bláa litnum?  Svo ekki sé minnst á alla fituna sem þú munt aldrei losna við!!

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).