Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Komin í fuglana aftur

13. október 2010 | geisla

Núna eru komin 5ár síðan ég þurfti að láta frá mér fuglana mína en í vikunni fékk ég mér gára aftur. Er komin með 7 fugla allir ofsalega fallegir og flottir og eru í risa stóru búri er reyndar með þá í 2 búrum. Ekkert smá sátt að vera komin í fuglana aftur :)

Draumey fer í tanntöku á morgun hjá dýra í Garaðbæ og ætlar að hætta að vera hákarl hehe er með tvöfalt sett af tönnum.

Sóldís er búin að vera í frekar strangri megrun og er búin að vera mikið að synda í baðkarinu heima gengur samt ekki nógu vel að ná af henni blessaðri.

Aris er alltaf sama dúllan og er búin að vera ótrúlega dugleg að spora er oftast bara fullkomin í því ekkert smá sátt með hana erum líka að fara í próf í lok okt.

Ég er á fullu í skólanum. Eitt hóp verkefni í gangi skýrsla um vettvangnámið í gangi, einstaklingsritgerð og svo hóp ritgerð líka þannig já það er nóg um að vera og svo í nóvember byrjar framsagnar hlutinn í talað mál og ritað þannig það eru bara spennandi tímar framundan :D

Það styttist í sýninguna en þar ætla ég að sýna Draumey í hvolpaflokk 6-9mánaða ógeðslega spennt en líklega verður nú eitthvað sett út á stærðina :/

Helga og Fjóla eru að koma heim um helgina spennó :D
En nóg í bili

Posted in Óflokkað

Ein ummæli

 1. Anna

  Gaman að þú sért kominn með fugla aftur;)
  Vonandi hefur tanntakan gengið vel og Draumey sé bara með einfalt sett;)
  Þú verður bara að minnka það sem þú gefur Sóldísi ef það gengu ekki að grenna!
  Vona að þú hafir átt frábæra helgi með Fjólu og Helgu:)
  Kveðja frá Finnlandi
  Anna