Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Skóli

27. ágúst 2010 | geisla

Vá held það hafi aldrei liðið svona langt á millu blogga hjá mér komin heill mánuður.

Það er nú eitthvað sem ég hef verið að gera. Ég hætti í leikskólanum 19júlí þegar ég komst inn í leikskólakenna námið.

Fór til Tálknafjarðar 12-15ágúst og var það mjög fín ferð ég og Hrefna Björk sváfm í tjaldi í grenjandi rigningu það var sko hellt úr fötu allan tímann þó það komu smá hlé inn á milli. Við fórum 2 í sund og út á sjó að veiða en það var lítil veiði veiddum bara 5 fiska. Mamma týndi heilan helling af berjum.

Í síðustu viku fórum við svo til Vestmanneyja en þanngað hafði ég aldrei komið. Fórum í dagsferð. Tókum Herjólf kl.9 og til baka kl.20. Var með alla hundana með mér og gekk það bara mjög vel mjög vel heppnuð ferð og alls ekki of stutt enda ekki svo stór eyja.

Síðasta mánudag byrjaði ég í skólanum lýst bara vel á þetta en þetta er engin leikur alveg hellingur að lesa fyrir hvern tíma t.d. í einu faginu áttum við að lesa fyrir þessa vikuna tæpl.300bls. og það er bara eitt fag! Ég er í 3 10 eininga áfngum. Talað mál og ritað, Leikskólafræði1  og inngangur að uppeldis og menntunarfræði. Það eru 43 skráðir í leikskólakennara námið og aðeins 2karlmenn í þeim hópi en er þó fegin að sjá einhverja.

Sóldís var að koma frá dýralækni rétt áðan en þar var hún í tanntöku og hreinsun þar var tekið úr henni 2 framtennur og einn jaxsl. Hún er slöpp núna og liggur bara og vill hvorki borða né drekka enda sagði dýri að þeim yrði óglatt af þessu lyfjum.

Á morgun erum við Draumey að fara á sýningu verður mjög spenndi að sjá hvernig dómaranum lýst á litlu stelpuna mína en hún er orðin 1,1kg. gengur hægt að stækka en hún stækkar þó.

Knús á ykkur og vonandi verð ég aðeins duglegri að blogga ;)

Posted in Óflokkað

3 ummæli

 1. Fjóla

  oh get ekki beðið að heyra hvernig Draumey gengur á sýningunni þú verður að setja inn blogg þegar sýningin er búin að segja mér hvernig gekk :D .
  Gaman að hetra hvernig sumarfríið var hljómar alveg hrillilega skemmtilegt :D

  knúsar Fjóla

 2. geisla

  já ég geri það kem með mont blogg vonndi hehe :D

 3. Anna

  Þú tóks bara svona blogg pásu eins og ég;) en gaman að sjá blogg aftur:D
  Gangi þér vel á sýningunni í dag og ég hlakka til að heyra fréttir;)