Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Ofur lélegur bloggari

19. júlí 2010 | geisla

Orðið ansi langt síðan siðast….

Við Draumey erum að klára hvolpaksólann í þessari viku tími á eftir og svo á fimmtudaginn en þá er verklegt og bóklegt próf vonandi stöndum við okkur vel í því.

Á morgun er Hunda hanna að koma í heimsókn til okkar aftur og koma með fleiri góða punkta. Sóldís er reyndar að fara í orlof í sveitina með mömmu og pabba en það sakar ekki. Við Aris erum svo að fara í papillon göngu um kvöldið :)

Um helgina er Atlas Border Collie búinn að vera í pössun hjá okkur hann er 5.mánaða og 17kg. þannig hann er engin smáhundur kallinn hefur gengið bara vel með hann en hann er stundum soldið brussa við litlurnar og stekkur á þær eða hoppar á þær en ég held þær hafi haft gott að því að hafa hann. Draumeyju finnst hann soldið spennandi þegar hann leikur fallega við hana.

Við fórum í sveitina um helgina mjög fín hundahelgi og afslöppun.

Ég komst í sumarfrí á föstudaginn og er núna hætt á leikskólanum þar sem ég komst inn í leikskólakennarann í haust.

Ætla bara að njóta þess að vera í fríi ekki mikið planað nema Vestmanneyjar og Tálknafjörður í águst.

Posted in Óflokkað

Ein ummæli

  1. Fjóla

    vá spennó frammundan hjá þér sæta :D .
    Endilega haltu áfram að blogga ég vil endilega fylgjast með þarf að vita hvað er í gangi hjá ykkur stelpunum :D .

    knúsar Fjóla og Moli í N.Y