Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

17.júní

17. júní 2010 | geisla

Gleðilegan 17.júní :)

Ég fór með Maríönnu í dag í skrúðgöngu og skemmtun í Kópavogi með Arisi, Draumey og Töru Dúllu gekk vel með þær nema Aris þurfti soldið mikið að tjá sig blessunin. Draumey vakti mikla lukku enda pínu pons skott. Ég hélt á henni í skrúðgöngunni enda væri hún annars ekki á lífi því það væri búið að trampa hana niður.

Ég fór svo í göngu með Sóldísi og Arisi áðan og fengu þær aðeins að hlaupa og leika.
Ég er svo að fara með nokkrum stelpum í bæinn í kvöld og ætla ég bara að taka Arisi með hinar eru alveg búnar að fá nóg.

Á morgun kemur Hunda Hanna til mín enda er alveg kominn tími á að fá smá aðstoð með alla brjálæðingana vona ég svo sannarlega að hún komi með góð ráð býst svo sem ekki við öðru :)

Afi Grímur er búinn að vera á spírala í 2 vikur. Hann var á gjörgæslu í nokkra daga en er komin á aðra deild núna. Hann brákaðist á öxslinni og svo kom í ljós að hann er með nýrnabilun og hefur fengið hjartaáfall út af kransæðastíflu en hann náði að losa sig sjálfur við stífluna.

Ég var að skoða bók í gær þar sem ég hafði skrifað niður þyngdina á Sóldísi og ég var einhvern vegin búin að prenta það í mig að hún hefði verið þyngri en nei nei hún var bara mjög svipuð og Draumey. Draumey var 790 og eitthvað 14 vikna en Sólsdís var 800gr. 13v + 1daga þannig það munar ekki miklu úff vona svo sannarlega að Draumey nái móður sinni í stærð.

Lilo er enn minni 545gr. 14vikna + 2daga. Hún er algjör mús og augað er orðið svo gott í henni kremið alveg að gera kraftaverk er svo ánægð :D

Ég set svo inn myndir á facebook á morgun :)

Posted in Óflokkað

4 ummæli

 1. Anna

  Gaman að heyra að augað hennar Lilo sé orðið gott!! Ég vona að afi þinn nái sér:) Vonandi færðu einhver góð ráð frá Hunda Hönnu:)
  Knús og kveðjur frá Finnlandi
  Anna, Eldur og Harry

 2. Fjóla

  ú spennandi dagur hjá þér í gær :D . Já þannig að það er kanski ekki öll von úti fyrir Draumey enda er hún miklu stærri en systir sín allavegana þyngri ;D.

  Ég sendi bara knúsa á línuna og hlakka til að heyra hvernig gengur hjá hunda Hönnu ;D

 3. Helga

  Hlakka svo til að heyra hvernig gekk hjá Hunda Hönnu!!!
  Knúsar, Helga

 4. Dagbjört

  Hæ sæta mín:)
  Takk æðislega vel fyrir daginn og 17 juni!!! :D Geggjað skemmtilegt!
  Ég vona að afa þínum batni fljótt.