Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Spítali

9. maí 2010 | geisla

Að þessu sinni var það ég sem var/er sjúklingurinn. En á fösudagskvöldið fór ég að finna fyrir mikilli ógeleði fór snemma upp í rúm og náði eitthvað að sofa um kl.1:30 (um nóttina) hringdi Bryndís Helga í mig því ég átti að opna fyrir henni. Ég fór upp stigan enn með ógleðina og var gjörsamlega búin á því. Fór inn á bað því ég hélt ég þyrfti bráðum að æla. Settist á wc til að hvíla mig gat alls ekki staðið lengur man svo að mér leið mjög illa og það næsta sem ég man var að ég lá á gólfinu í blóð polli. Þá hafði liðið yfir mig og ég skollið í vaskinn og þaðan á gólfið og rotast fékk stóran skurð á hausinn. Fór með leigubíl upp á slisó og var þar til hálf 6 um morgunin var saumuð og fékk 2 poka af vökva í æð og fór svo heim. Seinnipartinn í gær var ég ekkert orðinskárri. Mikin hausverk, hita og máttleysi hafði enga orku. Ég fór aftur á slysó og var ákveðið að leggja mig inn. Fékk 3 poka af vökva í æð, lúnamyndatöku, höfuðmyndatöku, kom taugasérfræðingur að skoða mig þannig það var ýmislegt rannsakað sem er ágætt. Kom í ljós að ég var með allt of lágan blóðþrýsting. Það sást eitthvað á heilamyndinni þannig ég verð kölluð í aðra skoðun seinna.

Núna líður mér ágætlega er hætt með hitann en fæ mikin hausverk ef ég stend í einhvern tíma.

Posted in Óflokkað

5 ummæli

 1. Fjóla

  hræðilegt að heyra þetta elsku Kristín mín. Farðu nú vel með þig dúllan mín og taktu því rólega svo þú battnir sem fyrst því það er ekki gott að ofreyna sig þegar maður er svona slappur. Endilega leiðfu okkur að fylgjast með þér oh vernig gengur með allt saman.

 2. Helga

  Þetta er rosalegt Kristín mín. Segi einsog Fjóla, farðu vel með þig! Vona ég heyri eitthvað í þér í dag. Batnaðarknúsar!

 3. Anna

  Ohh Kristín mín tetta er ekki gott ad heyra:S ég vona nú ad tú sért eitthvad skárri núna!!
  Bataknús frá Finnlandi
  Anna, Eldur og Harry

 4. Dagbjört

  Ég vona að þér batni sem fyrst sæta mín:* Þú verður að fara vel með þig og bara slaka á! Ég kem í heimsókn þegar þú tresytir þér til.
  Knús,
  Dagbjört.

 5. geisla

  Dagbjört þú mátt endilega koma í heimsókn ég get líka komið til þín :)