Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Ísey búin í stóru aðgerðinni

5. maí 2010 | geisla

Ísey fór á mánudaginn til dýra þar sem augað var komið í ólag aftur. Dýri reyndi fyrst að festa það upp aftur með saumum en það gekk eitthvað illa svo þau hringdu og báðu um leyfi til að framkvæma stóru aðgerðina þar sem hefði helst þurft að svæfa hana en það dugði að deyfa hana alveg niður. Það var tekin flipi af augnlokinu og augnhárin klippt. Svo var búin til mini skermur fyrir hana og hún er bara hress og var það leið og hún kom heim. Aðgerðin tók enga stund. Vona svo innlega að þetta eigi eftir að vera síðasta aðgerðin í bili. Líklega þarf hún að fara í aðra þegar hún verður um 1árs (fullorðin) því að þegar hún er hvolpur er húðin svo teyjanleg.

Draumey er alltaf sami fjörkálfurinn. Farin að prófa sig aðeins áfram hvað hún megi og svona. Þær eru farnar að æfa sig að sofa í sitthvoru búrinu á nóttinni og gengur það rosalega vel eru farnar að sofa í 6-7klst. án þess að vakna til að pissa.

Ég er að bíða eftir svari frá Háskólanum hvort ég komist inn en efast um að ég fái svar um það strax þó þeir segi 3 vikur.

Ég skráði Sóldísi á hundasýninguna sem verður 5-6 juni hlakka til að mæta með hana verð alla vega að fara að koma henni í form, litlu bolunni minni.

Það styttist óðum í Noregs ferðina aðeins 2,5vikur :D

Mamma á að losna við drenið á morgun verður mikill léttir fyrir hana :) Vona að það komi allt vel út í skoðuninni hjá henni.

Posted in Óflokkað

2 ummæli

  1. Fjóla

    Rosalega er gott að heyra að allt gekk vel hjá litlu Ísey minni. Ég held ég sendi á þig línu í kvöld svona vegna þess að ég hef ekkert heyrt í þér nýlega.

    En knúsar á ykkur og ég sakna þín helling :D

    Fjóla og Moli

  2. Kolla

    Frábært að henni gekk vel í aðgerðinni :-)