Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Verð að fara að finna nöfn á litlu gullmolana

12. mars 2010 | geisla

Ég er búin að ákveða að ég verði að vera búin að finna nöfn á litlu stelpurnar mínar áður en þær verða 1vikna sem er á sunnudaginn. Ég er soldið að hugsa um að hafa í ættbók Geisla vonar eða Geisla Fríð og svo nafn…. en nöfn sem mér finnst koma til greina  eru: Ósk, Von (þá verður ekki svona vonar þema á undan), Þrá, Björt, Egla, Draumey, Anney, Mía, Fía, Anja, Aþena, Álfsól, Álfrún, Ársól, Bella, Bríet, Bjartey, Díana, Engilblíð, Filipía, Glóbjört, Glóð, Glóey, Ísold, Kamilla, Líf, Natalía, Ylfa, Ögn.

Held samt ég geti strax strikað yfir Ögn, Þrá, Anney, Anja, Álfsól, Ársól, Bríet, Díana, Filipía,Glóbjört, Kamilla.

Jæja fólk hvað finnst ykkur nú?

Annars er svakalega gott að frétta að lillunum og gengur allt bara eins og vel og hægt er held ég. Sóldís er farin að sækjast mikið í það að hafa einhvern hjá sér og fer oft úr kassanum til að fá klór og klapp frá einhverhjum hér heima. En er nú fljót aftur í kassann til að passa dúllurnar sínar.

Ég er aðeins búin að vera að skoða íbúðir eins og ég geri alltaf öðru hvoru fæ svona löngun til að flytja að heiman er búin að vera að skoða íbúðir til sölu… er alveg búin að sjá nokkrar sem mér lýst á….

Aris er aðeins búin að vera að skoða hvolpana en kemur nú ekkert of nálægt en henni finnst þetta soldið forvitnilegt.

Posted in Óflokkað

5 ummæli

 1. Ella

  glóey og draumey :)

 2. Fjóla

  Ég fíla að hafa Geisla Vonar og Geisla Frið og það sem ég myndi hafa á eftir því, það sem væri þá væntanlega það sem tíkin er kölluð dags daglega væri:

  Á ljósu tíkina:
  Björt
  Bjartey
  Glóey
  Engilblíð

  Á Gráu tíkina:
  Ylfa
  Ögn
  Bríet
  Bella
  Draumey
  Egla

  Svi finndist mér gegjað krúttlegt að láta þær heita Mía og Fía ;D.

  Annars talaði ég við Helgu í morgun og við vorum að tala um það ef ég fengi bara aðra tíkina hjá þér ;D. Ég er svo spennt að sjá hvernig þær verða síðar eða snöggar en Davíð myndi bara vilja síða tík eins og þú veist en vá hvað það væri brjálað ;D.

  knús Fjóla og Moli.

  p.s. hlakka til að tala við þig í kvöld

 3. geisla

  Hugsa að þær verði báðar snöggar en það kemur í ljós eftir ca.1,5-2vikur en úff já það væri sko gott heimili :D

 4. Dagbjört

  Umm…. hvað með Dagbjört???
  Hehehe
  Allavega þá finnst mér öll nöfnin mjög fín sem þú taldir upp, er samt alltaf lang hrifnust af tveggja atkvæða nöfnum.. finnst 3ja atkvæða orðið pínu mikið- Ka-mill-a.. og þannig.
  Og rosalega væri mikil snilld að þið Fjóla ættuð sitthvora tíkina úr gotinu..gæti bara ekki verið betra!!!

  Hlakka til að heyra frá þér dúlla, þurfum að hittast og taka kjaftatörn;)

 5. Maríanna

  Geisla Vonar Björt - Ljósa ! finnst það alveg hún
  Geisla Vonar Brá eða Blíða :D