Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Ofnæmið enn og aftur

11. október 2009 | geisla

Ég fór með Arisi aftur til dýra á föstudaginn af því ofnæmið var byrjað að koma aftur í náranum og einnig fleiri útbrot á bakinu. Fengum fleiri steratöflur sem ég á að gefa henni alveg þar til ég fæ lyfin sem ég á að sprauta hana með. Ég á að sprauta hana annan hvern dag til að byrja með og svo verður það aðeins sjaldnar svona meðferð getur tekið 2ár en það fer eftir hundum. Annars liður henni bara ágætlega er voða lítið að spá í þessu.

Á föstudags kvöldið var bekkjapartý heima hjá Ernu við vorum bara 7 enda frekar leiðinlegt veður og t.d. komust stelpurnar frá Akranesi ekki vegna veðurs en þetta var alveg æðislega gaman og verður vonandi endurtekið sem fyrst aftur :)
Í gær fór ég 2 í bíó um daginn á Algjör sveppi og leitin að villa með Fannari og Gabríeli sem ég var að passa og svo um kvöldið á the ugly truth með Ellu systir seinni myndin var mjög skemmtinleg en alveg svona mynd sem maður veit hvernig fer en það er alltaf gaman ;) Þegar ég kom heim úr bíó fór ég að gera hundamat enda síðasti skammtur að verða búinn það tók mig soldið langan tíma eða frá 22:10-00:30 en ég á alla vega núna alveg slatta.

Á morgun á ég svo að opna deildina mína þannig ég þarf að mæta aðeins fyrr en svo er vetrafrí í skólanum svo það er bara nice ekkert smá gott að fá einn svona frídag og vera bara búin kl.14 :D

Nú eru bara 10dagar í að Helga komi í heimsókn heim verður bara æðislegt að fá hana í viku heim :O)
Endilega kikið á myndirnar á facebook hjá mér :)

Posted in Óflokkað

4 ummæli

 1. Fjóla

  oh gjað gaman að fá Helgu ji hvað ég væri til í að hanga með ykkur þessa viku það væri TRUBBLAð. Ég hlakka til að fá símtal frá ykkur og myndir úr göngum og bara allt :D

  kv Fjóla og Moli

 2. Anna

  Vonandi virka þessar sterasprautur fyrir Arisi greyið!!
  Það verður örugglega gaman hjá ykkur Helgu:D
  Kveðja frá Finnlandi;)
  Anna

 3. geisla

  Hún er reyndar á stera töflum bara núna en fer svo á sprautur sem eru sérstaklega samansettar fyrir hana

 4. Helga

  Vonandi gengur vel með hana Arisi.
  Vá, ég hlakka svo til!!! Bara vika í að við hittumst :D
  Fjóla geturðu ekki bara skotist :p
  Knús frá mér og Fróða