Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Smá fréttir

2. október 2009 | geisla

Aris er öll að koma til af ofnæminu sérst samt reyndar ennþá en mikið betra hún klárar meðölin á morgun. Sóldís er að fara á sýninguan á sunnudaginn og verður hún um kl.13:30 sýnd hlakkar mér mikið til og vona ég svo sannalega að hún sýni sig vel og beri skottið hátt :D

Það er leiðindar veður í dag en ég ætla nú samt að skella mér í göngu með skvísurnar mínar :)

Það er rólegt þessa stundina í skólanum en það eru nú verkefni á næstu vikum svona stór og eitthver próf.

Ætla að setja hér inn brandara sem ég fékk sendan

Ung stúlka, nýútskrifuð sem sjúkraþjálfari var í heimsókn hjá vinkonu sinni hér á Reyðarfirði um daginn. Vinkonurnar eru báðar áhugasamir golfleikarar og ákváðu að spila nokkrar holur á nýja golfvellinum. Þegar sjúkraþjálfarinn slær af tí-inu, þá geigaði höggið all hressilega. Kúlan stefndi beint á fjóra menn sem voru að spila á næstu flöt

Kúlan lenti í einum mannanna og hann hrundi samstundis niður og veltist um af kvölum, með báðar hendur í klofinu á sér. Konan þusti til mannsins og byrjaði strax felmtri slegin að biðjast afsökunar á þessu slysaskoti.

“Leyfðu mér að hjálpa þér, ég er sjúkraþjálfari og ég get örugglega minnkað verkinn eitthvað”, sagði hún við manninn.

“Nei, nei”, segir maðurinn, “Ég hlýt að jafna mig á nokkrum mínútum”, en áfram lá maðurinn þó á jörðinni í fósturstellingu, með báðar hendurnar í klofinu, greinilega mjög þjáður.

En stúlkan var ákveðin og að lokum leyfði maðurinn henni að hjálpa sér. Hún snéri manninum varlega á bakið og tók svo blíðlega í hendur hans og lagði þær með síðunum. Svo byrjaði hún að losa um beltið á buxunum hans og smeygði annari hendinni inn fyrir buxnastrenginn. Hún þreifaði rólega í kringum kynfæri mannsins og tók svo ofurlétt um punginn og nuddaði hann varlega.
Maðurinn lyngdi aftur augunum og stundi.

Eftir dágóða stund spurði hún: “Hvernig líður þér, ertu eitthvað að skána?

Maðurinn opnaði augun og sagði: “Þetta er alveg rosalega gott…. en golfkúlan fór í þumalinn og ég held að hann sé brotinn”.

 

Knús á ykkur öll sem nennið að lesa ;)

Posted in Óflokkað

4 ummæli

 1. Anna

  Æji það er nú gott að heyra að Aris er að lagast:D Gangi ykkur Sóldísi vel á sýningunni;) ég væri svo til í að vera heima núna!!!
  Snildar brandari….híhíhíhí:D

 2. Fjóla

  Góður brandarinn :D hahahaha!!!!!!!!!!!!!
  Gott að Aris sé að koma til og ég vona svo sannarlega að Sóldís fái fyrstu einkunn það væri nú ekki leiðinlegt svona rétt fyrir pörunn ;D

  kær kveðja Fjóla og Moli á Flóró

 3. Helga

  Vúhú, loks get ég skrifa komment, kom alltaf einhver error melding :/
  En ég vona svo sannarlega að það hafi gengið vel á sýningunni i dag. Hlakka til að fá fréttir :D
  Knús frá mér og Fróða

 4. geisla

  Ó já það gekk sko vel :)
  Ke með dóminn inn í vikunni