Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Í rigninunni ég sing….

30. júlí 2009 | geisla

já það er búið að vera smá rigning hér eða alla dagana eitthvað nema á sunnudaginn ;) En það er nú í góðu lagi enda erum við búnar að hafa það mjög gott :)

Við fórum á Sunnudaginn í garð sem er hér ekki mjög langt frá og var hann mjög flottur á einum stað í garðinum var svona hundasvæði þar sem hundarnir máttu vera lausir og auðvita fékk Fróði að leika sér þar ég kem með myndir af því seinna ;)

Á mánudaginn var svo verslunardagur.

Á þriðjudaginn þá fórum við að vatni sem er hér soldið frá og syntum í því það var vægast sagt kalt en þetta var mjög gaman og verður sko eftirminnilegt lágum svo í solbaði uppi á bryggju en það dró nú ský fyrir sólu öðru hvoru en það var í góðu lagi á leiðinni heim fór svo að dropa. Við komum við í malli á leiðinni lika svo þetta var pakkaður dagur :)

Í gær var Helga að vinna í töskubúðinni og ég fór með henni. Ég labbaði um bæinn og fór í fullt af búðum og í garðinn sem við fórum í á sunnudaginn en núna voru bara eiginlega stórir hundar svo þetta var ekki alveg jafn spennandi fyrir Fróða krútt!

Í dag er Helga svo að vinna í sálgæslu og ætla ég að kikja í bæinn á meðann svo ætlum við á bókasafnið að skila bók og í töskubúðina sem Helga vinnur í að kaupa töskur :D

Ég kem svo heim á morgun vikan búin að vera ekkert smá fljót að líða bara komið að heimferð strax!

Allir að vera svo duglegir að kvitta og knús á ykkur öll sem lesið :D

Posted in Óflokkað

5 ummæli

 1. Elín

  Hæ hæ Kristín og Helga
  Hlakka mikið til að fá þig heim Kristín mín.
  Gott hvað það er búið að vera gaman hjá ykkur vinkonunum og líka hjá honum Fróða, kallinum.
  Hafið það gott síðasta sólahringinn, vona að allt komist í töskuna sem þú hefur verslað.
  Verð komin út á flugvöll þegar þú lendir :-)
  Sóldís og Aris eru búnar að hafa það gott en eru örugglega tilbúnar að taka vel á móti þér á morgun :-)
  Það var bæjarferð hjá okkur HBJ í gær, vorum lengi í miðbænum, ekki mikið verslað en samt :-) Fórum 2x á kaffihús :-)
  Knús á ykkur öll
  mamma

 2. Ella

  vá hljómar nú bara mjög gaman hjá þér. Í hvaða töskubúð vinnur hún? er það þessi sem er rétt hjá H&M við Jernbanetorget? hjá Oslo city? flott búð allavega þar. En heyrðu pæ, var að spá hvort þú ert mjög ákveðin í að fara austur um helgina? :p annars gætu við verið bara 3 hér heima hjá þér, ég, Dögun og þú og gert eitthvað skemmtilegt um helgina, Oddur er að vinna alla helgina.. alla dagana.

 3. Fjóla

  Hæ sæta

  Frábært að þið hafið haft það svona gott og rosalega verður gaman þegar ég fæ að hitta ykkur báðar aftur.
  Endilega settu myndirnar inn sem fyrst ég get ekki beðið :D annars var ég líka að blogga í dag. Guð veri með þér á leiðinni heim og ég bið innilega að heylsa Helgu

  kv Fjóla

 4. Dagbjört

  Hefur verið þvílíkt stuð hjá ykkur vinkonunum:)
  Frábært að heyra.
  Verðum að hittast.
  Ég verð í bænum alla helgina, svo ef þú ferð ekki austur eða verður heima þá ertu alltaf velkomin í kaffi eða getur alltaf bjallað í mig með hundahitting:)

  Heyrumst og góða ferð heim:)
  Kv.Dagbjört

 5. Anna og strákarnir

  Þetta hljóma eins og það sé búið að vera svaka fjör hjá ykkur;) Já tíminn líður sko hratt!!! Ég ver á Íslandi eftir 16 daga og mér finnst eins það hafi verið í gær þegar ég var að telja niður dagan þangaði til ég færi til Finnlands!!
  Ég hlakka til að hitta þig þegar ég kem heim;)
  Kveðja frá Finnlandi
  Anna