Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Komin til Noregs

26. júlí 2009 | geisla

Já þá er ég komin til hennar Helgu skvís :)

Kom á föstudagskvöldið ferðin gekk svakalega vel við fórum frekar seint að sofa fyrsta kvöldið og þurftum svo að vakna kl.7:30 (kl.hálf 6 á íslenksum tíma) af þvi við þurftum að ná strætó og svo rútu af því við vorum að fara á hundasýingu. Sýningin var frábær alla vega 10 hringir þannig þetta var stór sýning enda sá ég alveg helling af hundum og fullt af þeim sem ekki eru til á íslandi. Ég tók fullt af myndum en þær koma ekki inn fyrr en ég kem heim :)

Við misstum reyndar af tjúanum og tíbbanum en sáum papilloninn. Við fengum klukkutíma ferð með sveitastrætó á sýninguna þannig ég sá alveg helling af Noregi. Við létum svo prenta myndir á peysunarna okkar því það var hægt á einum básnum á sýningunni. Ég lét svo svo pretna líka á bol og tösku sem ég keypti, við erum rosalega ánægðar með það :D

Við fórum snemma að sofa i gær enda alveg búnar á því og vöknuðum ekki fyrr en kl.11 og erum nú á leið út í hundagarð verður gaman að sjá hvaða hundar verða þar og einnig gaman fyrir Fróða kall að fá aðeins að leika við hunda :)

Í gær var rigning en í dag er sól sem er æðislegt á þriðjudaginn á svo að verða ennþá betra veður og þá ætlum við að fara að synda í vatni sem ég man ekki hvað heitir ;)

Knús  og muna að kvitta ;)

Posted in Óflokkað

4 ummæli

 1. Fjóla Dögg

  oh gegjað gaman hjá ykkur dúllurnar mínar. ég hlakka svo til að heyra í ykkur og fá að sjá þessa boli og töskur sem þú varst að tala um.

  Guð blessi ykkur og ég sakna ykkar SVO SVO MIKIÐ

  Love Fjóla og Moli

 2. Kolla og voffar

  Gaman hjá ykkur úti :-D

  Kveðja
  Kolla og voffar

 3. Anna, Eldur og Frímann

  Hljómar mjög vel;) góða skemmtun!
  Kv. Anna

 4. Dagbjört

  Hæ skvís:)
  Ég er búin að sjá peysuna sem þú lést prenta á, sjúklega flott!!!
  B.t.w ég er alveg áttavillt á nýja útlitinu..hehe