Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Alveg að komast í sumarfrí

15. júlí 2009 | geisla

Ójá þá eru það bara 2 dagar eftir í vinunni og þá er ég komin í frí það verður æði :D

Það eru einungis 9dagar í að ég komi til Helgu get ekki beðið verður æðislegt ég fer út á föstudegi og þá helgi ætlum við að fara á hundasýningu get ekki beðið hefur alltaf langað að fara á hundasýningu í útlöndum :)

Fjóla fór heim síðasta föstudag ótrúlega leiðinlegt fannst hún ný komin þegar hún var farin aftur en ég vonanst til þess að ég komist til hennar næsta sumar í heimsókn langar það alla vega mikið :)

Á laugardaginn verðum við systurnar með bás á Garðatorgi frá 13-16 endilega kikja á okkur verðum með skartgripina okkar til sölu hægt að sjá þá hér www.skartid.blog.is

Ég er að hugsa ennþá um það hvort ég eigi að taka þátt í miðnætur prófinu á laugardaginn en mér finnst Aris ekki alveg nógu góð í hælnum en það kemur samt vel til greina þá bara föllum við :/

Ég er búin að vera að skoða leigu húsnæði því ég fékk svakalega  löngun í það að flytja að heiman en veit ekki alveg, hef alltaf sagt að ég myndi aldrei leigja því mér finnst það vera að kasta peningnum út um gluggan en veit ekki. Ég er alla vega hætt við að endurnýja bílinn  svo ég spara pening þar.

Muna svo að kvitta

Posted in Óflokkað

8 ummæli

 1. Fjóla

  já ég sakna þín mikið sömuleiðis. Ég hlakka svo til að heyra og tala við ykkur Helgu þegar þú kemur út til hennar.
  En með að leigja það er ekki alslæmt sérstaklega eins og ástandið er heima en kanski er best að bíða smá og biðja fyrir þessu ég skal biðja með þér og vonast eftir að þú fáir frið fyrir þeirri ákvörðun sem þú tekur

  Knús dúlla sakna þín Fjóla og co

 2. geisla

  Æi takk fyrir það Fjóla mín hugsa um þetta

 3. Kolla og voffar

  Kvitt kvitt :-)

 4. Anna, Eldur og Frímann

  Það verður pott þétt stuð að fara á hundasýningu í Noregi;) mér finnst allavega rosalega gaman að fara á hundasýningar hérna út:D
  Ohh ég verð að fá að kíkja á skartið ykkar systra þegar ég kem heim í ágúst, þetta er rosalega flott hjá ykkur;)
  Ég held að það sé alveg sniðugt að leigja ef þú finnur réttu íbúðina allavega þá er alveg fráránlega dýrst að kaupa í dag:S
  Vá hvað ég er búin að skrifa mikið hérna, hihihi!!!
  Ég hlakka til að sjá þig í ágúst!!

 5. geisla

  Sömuleiðis :)

 6. Dagbjört

  Hæ, ég gleymi ansi oft að kvitta þegar ég kíki hingað.
  Við hefðum verið á námskeiðinu núna, ótrúlega súrt, en ég er að spá í að kíkja á þig á Garðatorgi á morgun :)
  Ég er búin að vera að skoða leigumarkaðinn frá a-ö og leiguverð hefur snarlækkað.
  Mátt bara ekki láta svindla á þér, en það er nóg af íbúðum til leigu sem eru með sérinngang og gæludýrahald leyft, hef bara aldrei séð eins mikið og nú.
  Fylgstu vel með á barnalandi, nóg í framboði þar.

  Til hamingju með að vera komin í sumarfrí, verðum að fara út með hundana áður en þú ferð til Helgu í Norge:)

  Heyrumst skvís:)

 7. Helga

  Hæ, ég var að koma heim eftir 5 nætur í tjaldi. Það var rosa gaman á mótinu. Ég keypti mér hundablað og las í því að hundasýningin sem við förum á um helgina er ein sú stærsta í Noregi, fullt af sölubásum og hellingur af voffum og fólki, svo það verður geggjað stuð hjá okkur. Get ekki beðið eftir að fá þig í heimsókn :)
  Knús og klemm frá mér og Fróða

 8. geisla

  Vá enn spennandi get ekki beðið eftir því að koma út til þín þetta á eftir að verða æðislegt :D