Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Aris ný klippt

2. júlí 2009 | geisla

Þegar ég  kom úr göngu í gær ákvað ég allt í einu bara að klippa Arisi ég hafði ekkert spáð í það en datt það svo í hug og skellti mér með hana út í garð og klippti hana. Það fór ekkert sérstaklega vel klippti tvisar í hana og svo sjást klippuförin svo vel og þetta er svo ójafnt :( En það verður að hafa það þetta venst og hverfur vonandi á komandi vikum.

Veit ekki alveg hvað ég var að spá enda sjaldan séð jafn illa klipptan ;/

Ég fór með Fjólu skvís á Management á mánudaginn bara fínasta mynd svo í gær fór ég á Grease mjög skemmtinlegt leikrit.
Um helgina erum við öll að fara upp í sveit meira að segja Ella, Oddur og Dögun líka. Svo er ég að passa Töru Dúllu þannig ég verð með 3 hunda uppi i sveit þar á meðal lóðatík á greddunni en hún verður pöruð á mánudaginn og þriðjudaginn svo það fer að koma að því :)

Kem með myndir eftir helgi :)

Posted in Óflokkað

6 ummæli

 1. Anna, Eldur og Frímann

  Ææji Aris greyið:S en jæja henni en nú örugglega alveg sama þó hún sé illa klippt!! Hehehe!!
  Góða skemmtun í sveitinni;) það verður örugglega roasa stuð, híhí!
  Gangi þér líka vel að para:D
  Kveðja frá Finnlandi
  Anna

 2. Fjóla

  æ æ á ég eitthvað að skoða hana og reynaða laga hana ég get það alveg ef þú vilt næst þegar við hittumst. Annars knús og sjáumst á sunn

 3. geisla

  Já ég væri sko meira en til í það Fjóla mín ef þú nennir ekki veiitr af :/

 4. Dagbjört

  Æ, feldurinn vex aftur, hafðu ekki áhyggjur af þessu:)
  Góða skemmtun upp í sveit með alla hundana, verður fjör:)

 5. Helga

  Ég verð nú að fá að sjá mynd af Arisi í þessu ástandi :D
  Knús, Helga og Fróði

 6. geisla

  myndir á fésinu… svo er Fjóla búin að laga hana og hefur hún mikið skánað bara ekki nógu skæri sem við vorum með :/