Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Sumarbústaða ferð

9. júní 2008 | geisla

Á föstudagskvöldið fór ég í afmæli til frænda míns og eftir það að passa hjá Ernu systir Smára og horfðum við þar á 1 og hálfa mynd :)

Á laugardagsmorgun fór ég upp í sumarbústaðinn hennar Helgu með Fjólu og Helgu en fyrst komum við, við í bónus og versluðum í matinn.

Það var svo farið í nokkrar göngur og þar á meðal eina fjallgöngu sem endaði með því að labba í gegnum mörg þúsund birkitré.

Við tókum svo til í bústaðnum og fórum í bæinn og vorum komin um 17 þá fór ég að þrífa búðina og svo í mat heim til Smára þar sem var þríréttað um kvöldið fór ég svo að passa.

Ég er að fara bæði með Sóldísi og Arisi til læknis á eftir. Arisi til að taka úr henni hvolpatönn og Sóldísi af því það beyglaðist fóturinn inni í gifsinu um helgina og ég þurfti að taka það af henni og setja nýjar umbúðir sem kannski bara duga sjáum til læt þær alla vega kikja á hana.

Verið nú dugleg að commenta og hafið það gott ;)

Posted in Óflokkað

4 ummæli

 1. Fjóla

  Hvernig gekk með Arisi og Sóldísi?

 2. Anna

  Þetta hljómar mjög skemmtilega, þessi sumarbústaðarferð;)

 3. geisla

  Aris var svæfð og það var tekin mynd af tönnunum en það var engin hvolpatönn og það vantar eina í hana :(
  Sóldís losnar við gifsið á mánudaginn og er komin með styttra gifs :)

 4. Berglind Magnúsdótti

  juminn þetta er nú meira vesó…. en gott að heyra að Sóldís fær að fara í minna gifs það var nú nánast jafnstórt og hún hihihihi

  Ég bara saknaði hennar í sýningarþjálfun ;o)

  kv. Berglind og co.