Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Sóldís fótbrotin

3. júní 2008 | geisla

Í gær misti systir mín Sóldísi þegar hún var að halda á henni og Sóldís vældi þvílíkt og öskraði og haltraði eftir það ég ákvað að bíða aðeins með að fara með hana til dýra þar sem það var svo nálægt lokun og hún ekkert bólgin.

Um kvöldið fór ég í heimsókn til Fjólu og þegar ég kom heim þá var hún orðin bólgin og vældi ef ég snerti á henni fótinn. Þannig í morgun fór ég með hana til dýralæknisins í Garðabæ og skildi hana þar eftir og það var tekið af henni mynd og þá kom í ljós að fóturinn á henni er brotinn. Þetta er hægri framfótur og er hún með mjög smart bleikar umbúðir með hjörtum núna :)

Hún getur labbað um en henni finnst það mjög erftt og henni er ílt í fætinum. Hún á að vera í spelkunni í 4-6vikur og koma vikulega í umbúðarskipti.

Ég lét skoða Arsi í leiðinni hjá dýra og athuga hvað þeim finnst um tönnina, Aris var þá ennþá með hvolpatönn sem er að íta fullorðins svona út og mynda tannstein þannig hún er að fara í tanntöku á mánudaginn það er alla vega alveg bókað mál að ég ætla að skipta yfir í dýralækninn í Garðbæ núna enda var ég búin að láta gamla dýra kikja á tennurnar en hann sagði ekkert um það að það væri ennþá hvolpa :(

Annars er búið að vera frábært veður í dag og ég búin að vera mikið úti bæði á leikskólanum og svo fór ég í langa og góða göngu með Helgu og Fjólu áðan í dalnum hjá þeim :)

Í kvöld er ég svo að fara að passa og ætla með strákanna í sund :)

Set inn myndir seinna af sjúklingnum en ég er búin að láta nokkrar nýjar inn á flickr bæði það sem er til sölu og svo voffamyndir :)

Posted in Óflokkað

5 ummæli

 1. Sunna

  æj greyjið Sóldís:s

 2. Berglind Magnúsdótti

  Litla sæta músin hún Sóldís snúlla… hún var samt soldið mikið krútt svona svefndrukkin með bleika spelku með fjólubláum hjörtum ;o)

  Með Aris algerlega bara leiðinlegt…

  Gangi ykkur vel…. láttu mig vita ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir ykkur ;)

 3. Anna

  Ég get alveg trúað því að Sóldísi líki vel að liggja og láta degstra sig núna;) Leiðin leggt með Arisi samt:(
  Við þurfum að fara að skella okkur í göngu, ég er á kvöldvakt á morgun, dagvakt á föstudaginn og laugardaginnn. Er alveg til í göngu eftir vinna ef þig langar;)

 4. Helga Kolbeinsdóttir

  Ég hlakka til að sjá myndir af sjúklingnum, eflaust á silkipúða að naga eitthvað dýrindisbein ;) Ég er annars alveg til í göngu í dag, er samt alltaf jafn hugmyndasnauð þegar kemur að staðsetningu. Er loksins búin að setja inn blogg og myndir ;)

 5. geisla

  Æi takk fyrir stelpur vorkenni henni nú soldið greyinu henni er greinilega ílt. Þurfti að fara í dag aftur til að láta setja nýtt á hana þar sem hitt datt af :(
  Fór í göngu í gær og hún var voða dugleg en hún getur ekki nagað bein nema ég haldi því fyrir hana því henni er svo ílt í fætinum.
  Ég set inn myndir þegar ég hef tíma nenni því ekki núna sorry
  En hún er komin með grænt núna með gulum hjörtum ;)
  Anna ég er endilega til í göngu t.d. á morgun ég er búin 16:30 veit ég er alla vega að fara með Fjólu þú getur kannski bara komið með líka ;)