Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Ættarmót

31. maí 2008 | geisla

Já það er sko búið að vera nóg að gera þegar maður er að vinna svona allann daginn þá er eitthvað svo stutt eftir af deginum og maður er bara orðin soldið þreyttur um 23 á kvöldin eftir vinnuna er kannski ekki svo mikið sem maður nær að gera. En ég byrja alltaf á því að fara út með Arisi og Sóldísi í göngu :) Aris tapar sér alltaf þegar ég kem heim sem betur fer eru þær nú ekki einar heima allann tímann sem ég er í vinnunni, gott að eiga litlar systur :)

Í gær fór ég á túnið hjá Hvaleyrarvatni með Smára og litla frænda hans Helga kom svo og náðu hundarnir aðeins að spretta úr spori :)

Um kvöldið borðuðum við svo heima hjá Ernu systir Smára og leygðum svo myndina year of the dog sem var bara fínasta mynd nóg af hundum og svona ;)

Í dag fór ég svo í göngu með Helgu hjá Rauðavatni og náði Aris að synda hún er alveg farin að dýrka það að sækja bolta út í vatnið og hleypur alveg út í og syndir og sækir þanngað til hún er alveg orðin frosin greyið samt ekkerrt smá ánægð með hana verð að fara að setja inn sundmyndir af henni.

Ég fór svo í Smáralindina með Ellu og keypti mér smá svo í kvöld er ættarmót í mömmu ætt sem verður vonandi skemmtinlegt :)

Morgundagurinn er svo bara óráðinn en vonandi verður gert eitthvað skemmtinlegt….

Hafið það gott og verið nú dugleg að commenta :D

Posted in Óflokkað

7 ummæli

 1. Berglind

  Sælar! Það er alltaf jafn gaman þegar “mamma” kemur heim nánast alveg sama hversu lengi maður var í burtu…. ;o)

  Við sjáumst allavega á miðvikudaginn

 2. Helga Kolbeinsdóttir

  Takk fyrir göngurnar ;) Sjáumst vonandi sem fyrst ;) Kveðja, Helga og Fróði

 3. Anna

  Já það eru viðbrigði að fara að vinna!! Þótt maður sé nú eiginlega í fullri vinnu í skólanum allan veturinn!! Við þurfum að fara að drífa okkur í göngu!

 4. Sunna

  ertu hætt að taka myndir?

 5. Fjóla

  Hæ ég er komin heim :D

  Við verðim að vera í bandi á morgun og ræða næstu helgi. Get ekki beðið að hitta þig dúlla

  Kveðja Fjóla og Moli

 6. geisla

  Nei ég er ekki hætt að taka myndir bara löt að setja þær inná :/
  En Anna já við verðum að vera duglegri að fara í göngur :)
  Og Fjóla ég get ekki beðið að hitta þig helst í dag endilega láttu mig vita hvort þú kemst í göngu í dag um 17 eða eftir það ;)

 7. Fjola

  Hæ hæ sæta

  Ég ætla í göngu með Helgu þeggar hún er búin um 14 en vil endilega hitta þig líka í dag förum bara í aðra allar saman kanski getum við svo gert einhvað í kvöld en ég borða hjá pabba og mömmu örugglega um 17:00