Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Fyrsti vinnudagurinn

19. maí 2008 | geisla

Já nú fer að líða að fyrsta vinnudeginum er soldið spennt að sjá hvort þetta sé alveg eins og þetta var eða hvort eitthvað hefur breyst ekki það að þetta hafi verið slæmt.. auðvita komnir einhverjir nýjir krakkar en samt alveg rúmur helmingur sem ætti að vera ennþá :)

Ég fór í afmæli á laugardaginn til Maríönnu þekkti nú ekki marga þar en kannaðist við nokkra fórum svo aðeins á Kaffi París því Orri vinur Smára var að vinna þar.

Í gær fór ég svo í enn eina Smáralindina ferðina og af því ég var ekki að leita mér að neinu náði ég að versla smá hefur ekki gengið vel hingað til ef ég fer sér ferð til að leita að einhverju hehe.. keypti mér stígvél, strigaskó og tösku og auðvita smá hundanammi :p

Hafið góðan dag

Posted in Óflokkað

6 ummæli

 1. Kolla

  Hæ Kristín,
  leiðinlegt að sjá þig ekki í Hvammsvíkur göngunni í gær en það eru komnar myndir inn á heimasíðuna og video :-)
  www.ice.is/isabella

 2. Berglind Magnúsdótti

  Takk fyrir síðast ;) heyri í þér á morgun ;o)

 3. Fjóla Dögg halldórsdóttir

  Ég er að koma heim eftir 9 daga :D

  Kveðja Fjóla

 4. geisla

  Vá stutt í þetta ég get ekki beðið ;)
  Hlakkar ekkert smá mikið til….
  Sjáumst og heyrumst

 5. Helga Kolbeinsdóttir

  Hlakka til að hittast og spjalla í kvöld, alltof langt síðan síðast ;)

 6. Sunna

  gat verið að þú keyptir eitthvað hundanammi