Velkomin(n)

Endilega commentið þegar þið kikið við svo ég sjái hverjir eru að skoða ;)

Aðgerð

18. apríl 2011 | geisla

Á morgunn er komið að aðgerð hjá Sóldísi en það á að laga hnéskelina öðru meginn. Vona ég svo sannarlega að það gangi að óskum megið endilega hugsa fallega til hennar.

Undanfarið hefur verið mikið um veikindi hjá einum naggrís og einum fugli hjá mér og voru það nokkrar dýralækna ferðir. Fuglinn dó aðfara nótt föstudags eftir 2 daga veikindi, ég var þá búin að vera að gefa honum ungahraut á 2klst. fresti en það bara dugði ekki til :( Naggrísinn var búin að vera veikur mun lengur og var ég búin að vera að mata hana með barnamat í 1,5vikur og búin að fara 2 með hana að láta klippa tennurnar en það bara dugði ekki til hún gat ekki borðað sjálf svo ég fór með hana upp á dýraspítala á föstudaginn og lét svæfa hana enda var það það eina í stöðunni. Það versta er að þetta var best naggrísinn minn og besti fuglinn minn.

Núna eru verkefnin í fullum gangi í skólanum en sem betur fer er ég núna á síðasta verkefninu og vonast ég til að klára það á morgunn, síðasta lagi á miðvikudaginn. Þá getur prófalesturinn hafist. Seinna prófið mitt er 3.maí og þá fæ ég sumarfrí í einn dag og fer svo að vinna 5.maí sem er bara gaman :)

Veðrið hér á Íslandi er mjög óákveðið þessa dagana og er snjór, rigning og sól til skiptist maður veit aldrei hvernig veðrið er þegar maður vaknar.

Aris er farin aftur til Hrefnu Bjarkar og Sóldís komin til mín því hún verður hér á meðan hún er að jafna sig eftir aðgerðina.

Knús á ykkur sem nennið að lesa bloggið mitt, megið endilega kvitta :)

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

Ganga í Guðmundarlundi

4. apríl 2011 | geisla

Ég og Bryndís sysitr fórum í göngu í gærkvöldi með hundana í Guðmundarlundi. Fínasta ganga og í endann fengu þær að leita af nammi og Bryndís var aðeins að þjálfa Arisi og Draumey.

Við Draumey kláruðum smellu kúnstir námskeið á laugardaginn en þetta hafa verið 6 tímar og það eru sko framfarir á Draumey. Hún er orðin mjög klár að leggjast og notar þá æfingu frekar en setjast t.d. ef hún vill fá nammi. Svo kom hún kennararnum gjörsamlega á óvart og hoppaði yfir hindrun í fyrstu tilraun og fór meira segja yfir á einum hærra litla skottan, svo fór hún í gengum hring líka. Hún var alveg æðisleg í þessum síðasta tíma og var í augnsambandi allan tímann nánast.

Ég var aðeins að æfa bíða með henni og var það alveg farið að ganga ágætlega en þetta er mjög erfið æfing fyrir hana.

Seinnipartinn á laugardaginn fór ég svo með Draumey á lífsleiki námskeið þar sem hún lærir að umgangast hunda og menn og gekk sá tími mjög vel líka. Ég sé alveg mun á henni eftir að  við byrjuðum á því námskeiði hvað hún tresystir mér betur núna (að ég setji hana ekki í slæmar aðstæður) og hún orðin öruggari með sig.

Ekki lengra í bili

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

Langt langt síðan síðast

27. mars 2011 | geisla

Við Aris fórum í Brons próf í dag. Fengum 128 stig og þar af 4 tíur :) En því miður klikkaði síðasta æfingin að liggja í 2mín og því fengum við ekki brons merkið en við vorum samt í 2 sæti (af 7 hundum) á eftir Uglu vinkonu okkar :)

Við ætlum sko aftur í maí enda vorum við mjög nálægt því að ná :)

Sóldís er flutt til mömmu og pabba og ég er því með Arisi og Draumey og gengur mjög vel passa mjög vel saman :)

Við Draumey erum búnar að vera á klikker námskeiði, bara 1 tími eftir og hefur gengið ágætlega ég þyrfti bara að vera duglegri að æfa heima. En hún er orðin mjög góð í að leggjast svo er hún búin að læra að snúa í hring og fara í bælið á skipun. Aðeins búin að æfa líka að snerta mark (snerta putta) og fleira sem gengur mis vel.

Við erum svo líka á lífsleiki námskeiði sem er svona til að hjálpa hundum sem eru ekki góðir hræddir/óöruggir í kringum aðra hunda. Mjög ánægð með það námskeið og er alveg að sjá mun á henni :)

Ég sýndi Draumey í mars og fékk hún Very good en gekk mjög vel að sýna hana og var ég mjög sátt með það :) Set inn dóminn seinna.
Ótrúlegt en satt þá fer skólinn nú bara að klárast og við taka prófin eins og mér finnst hann vera ný byrjaður.

Ég er farin að vinna aftur á leikskólanum og er þar tvo seinniparta í viku, finnst æðislegt að vera komin aftur þanngað :)

Jæja ekki lengra í bili

Posted in Óflokkað | 2 ummæli »

Nokkrir góðir brandarar :D

7. desember 2010 | geisla

Hann sagði . .. Ég skil ekki af hverju þú ert í brjóstarhaldara,  
það er ekkert til að halda.  
Hún svarar - Þú ert í nærbuxum, er það ekki?

Hann spyr .. .. .Eigum við að reyna að skipta um stellingu í kvöld?
Hún svarar . . Það er frábær hugmynd - þú stendur við strauborðið á meðan
 
ég sit í sófanum.


Hann spyr . . . Hvað ertu búin að gera við alla matarpeningana sem  
ég lét þig fá?

Hún svarar . Snúðu þér á hlið og líttu í spegil!


Skrifað á vegg á kvennaklósetti . .. “Maðurinn minn eltir mig  
hvert sem ég fer” Skrifað rétt fyrir neðan . ” Nei það er ekki satt”

Spurning. Hvernig sést að maður er að skipuleggja framtíðina?
Svar.
Hann kaupir 2 kassa af bjór.  

Spurning. Af hverju eru giftar konur feitari en ógiftar?
Svar.
Þegar þær ógiftu koma heim og sjá hvað er í ísskápnum - fara þær í rúmið.  
Þegar þær giftu koma heim og sjá hvað er í rúminu - fara þær í ísskápinn.


 
Maðurinn spyr guð: “Af hverju skapaðirðu konuna svona fallega?”
Guð svarar: “Svo þú myndir elska hana.”
En Guð, “Af hverju hafðirðu hana svona heimska?”  

Guð svarar: “Svo hún elski þig.”

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

Próf

2. desember 2010 | geisla

Jæja þá eru prófin byrjuð. Búin með 2 próf eitt á mánudaginn munnlegt próf og svo annað í dag skriflegt bæði úr talað mál og ritað þá eru bara 2 próf eftir :) Get ekki beðið eftir því að klára og komast í mánaðar jólafrí það verður æðislegt :D

Hrefna Björk var úti með Arisi í gær og voru litlar stelpur með hund á stærð við íslending sem þær misstu og rauk hann beint í Arisi og beit hana í bakið :( Aris þurfti að fara til dýra og var heftuð saman fer svo eftir viku að láta taka það. Hún fékk verkjatöflur og sýklalyf sem hún veðrur á næstu daga.

Komin 5 egg hjá Anítu og Trítli :) Svo held ég að það fari að koma egg hjá Kiljan og Sól :) Og svo eru notlega 3 ungar: 2 bláir og einn grænn bara sætir :)

Posted in Óflokkað | 2 ummæli »

Langt síðan síðast

26. nóvember 2010 | geisla

Vá langt síðan ég bloggaði síðast.

Hefur verið mikið að gera og mikið um að hugsa.

Það er komin ca.mánuður síðan Hrefna Björk systir fór að hugsa um Arisi. Það gengur vel og Aris er svona að sætta sig við það hægt og rólega. Sóldís og hún eru núna miklu meira aðskildar en það var ástæðan fyrir því að ég gerði þetta.

Skólinn kláraðist formlega í dag og er því að líða að prófum ég fer í próf 2, 8 og 14 desember. Verður æði þegar það klárast.

Lilo litla dó 11.nóvember. Ótrúlega soreglegt. Ég greiddi því eiganda hennar hana til baka og dýralæknakostaðinn á meðan ég var úti í Noregi. Finnst samt ekkert jafn leiðinlegt og lygasögur sem hafa gengið um mig, vona að þær verði leiðréttar jafn hratt og þeim var dreift.

Ég setti inn á síðuna hjá Draumey dóminn síðan síðustu helgi. En hún fékk ekki áframhald og kenni ég mér soldið um það :/ Hefði þurft að hafa tístu, hún var ekki nógu spennt. En það gegnur bara betur næst :)

Það eru komnir 3 ungar hjá einu fuglaparinu mínu og svo 3 egg hjá öðru pari bara gaman :D

Styttist og styttist í að vinir frá útlöndum og AK komi í bæinn hlakka mikið til :)
Knús á línuna og allir að kvitta sem kikja inn ;)

Posted in Óflokkað | 2 ummæli »

http://blog.eyjan.is/ragganagli/2010/10/22/blodraud-eyru-og-krepptir-thjohnappar/

24. október 2010 | geisla

Blóðrauð eyru og krepptir þjóhnappar

Bölsót eru ær og kýr Naglans þar sem engin eru húsdýrin.

Ef það er eitthvað sem fær eyrun til að sjóða og þjóhnappana til að herpast er þegar sárasaklaus óupplýstur pöpullinn er troðfylltur eins og aligrís um jól af endemis þvælu og bulli.

Aumingjans fólkið veður svo um í villu og svíma varðandi líkama/fitutap/uppbyggingu og tekur mis gáfulegar ákvarðanir í kjölfarið sem í flestum tilfellum mistakast. Þannig er viðhaldið frústrasjón og vantrú á eigin getu til árangurs og trúin á skyndilausnir styrkt.

“Alls ekki borða kartöflur, þær eru fitandi.” Naglinn hefur heyrt þetta afdala kjaftæði nokkrum sinnum undanfarið.  Já einmitt,, einföld unnin kolvetni og transfitur hafa ekkert með aukakílóin þín að gera…. Hljóta að vera allar helv… kartöflurnar.  Í alvörunni?? Trúir fólk þessu??

“Ég trúi ekki að þú borðir rétt áður en þú ferð að sofa! Allt sem þú borðar eftir kl. 19 á kvöldin mun strax breytast í fitu meðan þú sefur.“ Ef þú treður þig út af kolvetnum rétt fyrir svefn þá kannski… en rétt næring fyrir svefn heldur þér í bullandi uppbyggingu í staðinn fyrir að svelta maskínuna í 12-14 tíma og lenda í niðurtætingu á kjöti.

Og nýjasta bullið þessu tengt sem dundi á blóðrauðum eyrum Naglans: “Ef maður fer að sofa um leið og það kemur myrkur og vaknar kl 6 þá grennist maður hraðar af því að það hægist á brennslunni í myrkri” Þannig að Íslendingar og aðrir á norðurhjara veraldar hljóta að hríðhorast á sumrin en tútna á veturna í öllu þessu fitandi myrkri.

Það er alls ekki gott að borða mikið af kjöti, frekar borða meira grænmeti.”  Ööö?? Af því að kjöt er svo óhollt með allar fullkomnu aminosýrurnar, járnið, sinkið, B-vítamínið? Ekki nema fólk sé nagandi svínakótilettur og rif þar til tennurnar detta úr því þá er kjöt ekki bara meinhollt heldur nauðsynlegt.

Prótein stykki eru fín sem millimál”  Alveg hreint rífandi hollusta, næstum jafn heilnæmt í kroppinn og Snickers, sjá hér.

“Ef ég fæ mér Special-K í morgunmat þá þarf ég ekki að borða aftur fyrr en í hádeginu.” Af hverju að sleppa yndislega morgunkaffinu?  Svo ekki sé minnst á að næringin úr Special K er mest megnis einföld kolvetni og blóðsykurinn í rússíbana og hann fellur langt niður fyrir normalmörk svo miðmorguns ertu froðufellandi af hungri.

Aldrei drekka vökva með mat.  Til þess að matur nýtist sem eldsneyti þarf að borða hann einan og sér. Vökvi eyðileggur meltingarensímin”  Hhhmmm…sem þýðir að rotinn matur safnast í þörmunum og nýtist ekkert hjá þeim sem dirfast að bleyta í matnum í skoltinum.  Sá kjaftur sem er þurrari en ljósritunarpappír í gegnum máltíðina, hann vinnur fitutaps keppnina… Úfff… Naglanum fallast hendur.

Líkaminn getur ekki unnið vatn sem er kaldara en stofuheitt. Það hindrar fitutap að hafa það of kalt” Og hvað gerist? Safnast vatnið líka upp í innyflunum þar til það fer að renna út um nasir og eyru ef þú dirfist að snúa krananum í átt að bláa litnum?  Svo ekki sé minnst á alla fituna sem þú munt aldrei losna við!!

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

Komin í fuglana aftur

13. október 2010 | geisla

Núna eru komin 5ár síðan ég þurfti að láta frá mér fuglana mína en í vikunni fékk ég mér gára aftur. Er komin með 7 fugla allir ofsalega fallegir og flottir og eru í risa stóru búri er reyndar með þá í 2 búrum. Ekkert smá sátt að vera komin í fuglana aftur :)

Draumey fer í tanntöku á morgun hjá dýra í Garaðbæ og ætlar að hætta að vera hákarl hehe er með tvöfalt sett af tönnum.

Sóldís er búin að vera í frekar strangri megrun og er búin að vera mikið að synda í baðkarinu heima gengur samt ekki nógu vel að ná af henni blessaðri.

Aris er alltaf sama dúllan og er búin að vera ótrúlega dugleg að spora er oftast bara fullkomin í því ekkert smá sátt með hana erum líka að fara í próf í lok okt.

Ég er á fullu í skólanum. Eitt hóp verkefni í gangi skýrsla um vettvangnámið í gangi, einstaklingsritgerð og svo hóp ritgerð líka þannig já það er nóg um að vera og svo í nóvember byrjar framsagnar hlutinn í talað mál og ritað þannig það eru bara spennandi tímar framundan :D

Það styttist í sýninguna en þar ætla ég að sýna Draumey í hvolpaflokk 6-9mánaða ógeðslega spennt en líklega verður nú eitthvað sett út á stærðina :/

Helga og Fjóla eru að koma heim um helgina spennó :D
En nóg í bili

Posted in Óflokkað | 1 ummæli »

Akureyri

2. október 2010 | geisla

Við Aris skelltum okkur til Akureyri til Maríönnu og Töru Dúllu í heimsókn frá miðvikudegi til laugardags. Aris fékk ekki róandi á leiðinni en við fórum með flugi hún var mjög æst og stressuð eftir flugið og ég heyrði aðeins í henni gelta. Við skemmtun okkur vel fórum nokkrum sinnum á Blómsturvelli sem er hundasvæði, tókum spor, löbbuðum í bænum þar sem er leyfilegt að vera með hunda þetta er ekki eins og í Rvk :)

Svo fórum við Maríanna á Rocky horror show og Greifann sem var mjög gaman :)

Fórum og skoðuðum jólahúsið ótrúlega flott.

Horfðum á myndir og skemmtun okkur rosa vel æðisleg ferð í alla staði :)

Í dag ákvað ég svo að gefa Arisi róandi fyrir flugið hún varð alveg svakalega þreytt af pillunni og gat valla labbað var eins og drukkin skil vel að það sé rauður þrýhirningur á glasinu hehe En ég hugsa að ég gef henni hér eftir róandi sýndist henni líða miklu betur.

Ég er búin að vera síðustu daga í vettvangsnáminu mínu á Urðarhóli ótrúlega skemmtinlegt og gaman að sjá svona annan leikskóla þar sem ég hef bara unnið á einum.
Jæja verður ekki meria í bili

Posted in Óflokkað | 4 ummæli »

Þjóðsöngurinn

20. september 2010 | geisla

 Nýr texti eftir Hallgrím Helgason 
  
Ísland er stjórnlaust, því enginn því stjórnar
Ísland er fleki af dýrustu gerð
Ísland er landið sem Flokkurinn fórnar
Ísland á reki í sjónum þú sérð 
§  Ísland í forsetans orðanna skrúði
Ísland sem bankana auðmönnum gaf
Ísland sem sonanna afrekum trúði
Ísland er land sem á verðinum svaf 

Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir
Íslensk er trúin: “Það kemst allt í lag” 

Íslensk er bjartsýna alheimskuvissan
um íslenskan sigur í sérhverri þraut
Íslensk er góðæris átveisluhryssan
sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut 

Ísland er landið sem öllu vill gleyma
sem Ísland á annarra hlut hefur gert
Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma
hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert 

Íslandi stýra nú altómir sjóðir
Ísland nú gengur við betlandi staf
að Íslandi sækja nú alls konar þjóðir
Ísland er sokkið í skuldanna haf.

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

« Fyrri færslur